Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Pinus monticola
Ćttkvísl   Pinus
     
Nafn   monticola
     
Höfundur   Douglas ex D. Don.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hvítfura
     
Ćtt   Ţallarćtt (Pinaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrćnt tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hćđ   10-15 m (20-50 m)
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Hvítfura
Vaxtarlag   Tré sem verđur 20-30 m eđa meira í heimkynnum sínum, bolur allt ađ 1 m breiđur. Króna mjó-keilulaga, greinar stuttar, láréttar útbreiddar á gömlum trjám eru greinaendar uppréttir. Börkur gamalla trjáa grábrúnn, dettur af í ferköntuđum plötum; á ungum stofnum er börkurinn sléttur og ljósbrúnn. Ársprotar brúnleitir, fínhćrđir.
     
Lýsing   Brum sívöl til kúlulaga, 12 mm löng, kvođug, brumhlífar ađlćgar. Barrnálar allt ađ 5 saman, lifa í 3-4 ár, standa ţétt saman og eru stífar, beinar 4-10 sm langar, ólífugrćnar, snubbóttar, jađar fín- og gistenntur, ađ ofan eru nálarnar međ um ţađ bil 5 loftaugaröđum. Kvođugangur viđ yfirhúđ (epidermis). Nálaslíđur 18 mm, detta fljótt af. Könglar endastćđir, stakir eđa allt ađ 2-5, leggstuttir, hanga eftir 1. áriđ, sívalir mjókka í endann, stundum dálítiđ bognir, 10-25 sm langir og 3-5 sm breiđir, ungir könglar eru grćnir til purpura, fullţroskađir gulbrúnir. Köngulhreistur leđurkennd, hreisturskildir ţunnir, kúptir ofan og međ langan kjöl og hvassa rönd á neđri hreistrunum, baksveigđir, ţrymill samankýttur, dökkbrúnn. Frć rauđleit međ svörtum flikrum, egglaga, 6 mm löng međ um 20 mm löngum vćng.
     
Heimkynni   Norđvestur N Ameríku.
     
Jarđvegur   Frjór, rakur, léttsúr (stundum í mýrlendi í heimkynnum sínum).
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1,7,9
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Skjólbelti, ţyrpingar, stakstćđ, skógrćkt.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til tvćr misgamlar plöntur til, ţrífast vel.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í rćktun erlendis. T.d. 'Minima' dvergvaxiđ yrki međ stuttum bláleitum nálum, 'Pendula' međ drúpandi greinar, 'Skyline' mjótt, upprétt, bláleitt barr og ađ lokum má nefna afbriđi af ađaltegund P. monticola var. minima Lemmon sem er međ styttri, gljáandi gula köngla sem eru ađeins 9-15 sm ađ lengd (Heimk.: Fjöll Sierra Nevada og Kaliforníu).
     
Útbreiđsla   Ţarf rakan, opinn vaxtarstađ og ţrífst líka á sendnum – ţurrkuđum jarđvegi.
     
Hvítfura
Hvítfura
Hvítfura
Hvítfura
Hvítfura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is