Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Paeonia mascula
Ćttkvísl   Paeonia
     
Nafn   mascula
     
Höfundur   (L.) Mill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glansbóndarós
     
Ćtt   Bóndarósarćtt (Paeoniaceae).
     
Samheiti   P. kavachensis Azn.
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rauđur, hvítur eđa bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   25-60 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Glansbóndarós
Vaxtarlag   Mjög breytilegur fjölćringur, 25-60 sm hár. Stönglar uppréttir, hárlausir eđa međ strjál hár.
     
Lýsing   Laufin 3-7. Neđstu laufin tvíţrífingruđ, smálauf 9-21, heilrend, oft sýld eđa ţríydd, oddbaugótt til breiđ-öfugegglaga, hárlaus eđa međ bein löng hár á neđra borđi. Blómin skállaga, allt ađ 13 sm í ţvermál. Krónublöđ 5-9, rauđ, bleik eđa hvít. Frjóţrćđir rauđir, purpura, bleikir eđa hvítir. Frćvur 2-5 međ ţéttan hárflóka, stíll allt ađ 1 sm.
     
Heimkynni   S Evrópa, SA Asía.
     
Jarđvegur   Rakaheldinn, frjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   8
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting (varlega), sáning (langur uppeldistími).
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, í skrautblómabeđ.
     
Reynsla   Hefur reynst vel í garđinum og blómgast árlega, svo og allar undirtegundir utan ssp. russii sem er í uppeldi og lítt reynd enn sem komiđ er.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Glansbóndarós
Glansbóndarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is