Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Potentilla fruticosa 'Sunset'
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   fruticosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Sunset'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Runnamura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Appelsínugulur til múrsteinsrauðs.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   20-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Runnamura
Vaxtarlag   Lágvaxinn, gisgreinóttur runni.
     
Lýsing   Lágvaxinn runni, sem líkist ’Tangarine’, enda stökkbreyting af ’Tangerine’. Blómin mjög breytilegan lit frá appelsínugulu til múrsteinsrauðs, blómlitur fer eftir aldri og loftslagi.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H4
     
Heimildir   = 1,7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
     
Notkun/nytjar   Þarf hlýjan og góðan vaxtarstað, í steinhæðir, í beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Þetta yrki var keypt í Lystigarðinn 1984, þreifst sæmilega vel en dó 1995. -- Meðalharðgerð planta.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Runnamura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is