Málsháttur Lengi býr að fyrstu gerð.
|
Ættkvísl |
|
Thuja |
|
|
|
Nafn |
|
koraiensis |
|
|
|
Höfundur |
|
Nakai |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Kóreulífviður |
|
|
|
Ætt |
|
Sýprisætt (Cupressaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænt tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní. |
|
|
|
Hæð |
|
1-2 m (9 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hægvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lágvaxinn útbreiddur runni, sjaldan allt að 9 m hátt tré í heimkynnum sínum. Greinar útréttar og vita upp á við til endanna, standa þétt saman, niðursveigðir greinaendar, börkur þunnur, rauðbrúnn, síðar dökkbrúnn og flagnar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Nálar eru allt að 3 mm; á aðalsprotum þríhyrndar til egglaga og standa mjög þétt en á flötum hliðargreinum eru þær ávalari og tígullaga til þríhyrndar, skærgrænar á efra borði með greinilegum, kringlóttum kirtlum en neðra borð er bláhvítt. Við nudd gefa þær frá sér sterkan möndluilm. Fullþroska könglar allt að 1 sm, egglaga, ljósbrúnir til brúnir, úr u.þ.b. 8 hreistrum, þau miðstæðu frjó; hreistur verða trékennd með aldrinum með framjaðraða odda. |
|
|
|
Heimkynni |
|
N & S Kórea. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, frjór, léttsúr. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, síðsumarsgræðlingar, vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Þyrpingar, steinhæð, jaðar trjábeða. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er ein planta sem keypt var 1996 og önnur sem keypt var 2000, báðar gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Báðar þrífast vel, kala næstum ekkert, eru mjög fallegar.
Meðalharðgerð - harðgerð. Nokkrar plöntur hafa vaxið í Hallormsstaðaskógi síðan 1954, hafa vaxið hægt en kala lítið, eru nú góður meter á hæð (Á.Sv.) |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|