Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Pinus |
|
|
|
Nafn |
|
sylvestris |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skógarfura |
|
|
|
Ætt |
|
Þallarætt (Pinaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænt tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Kk rauð, kvk fjólublá. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní. |
|
|
|
Hæð |
|
5-14 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Fremur hægvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré 10-30(-40) m hátt, en það fer eftir því hvar tréð vex, loftslagi og jarðvegi er ýmist beint og grannt með greinalausum bol eða miklu lengri með hnýtta, stutta og snúna boli og breiða skermlaga krónu. Ungar greinar með gulleitum til rauðleitum berki, börkur refrauður á ungum, trjám, flagnar í þunnar flögur. Börkur á gömlum stofnum grábrúnn, að innan rústrauðar, rákóttur, dettur af í flygsum, rákóttur, þykkur og sprunginn neðan til en uppi í krónunni er börkurinn rauðleitur, þunnur og flagnar. Árssprotar hárlausir með grænleitum berki, grábrúnir á 2. ári. |
|
|
|
Lýsing |
|
Brum lang-egglaga, 6-12 mm löng, rauðbrún, venjulega kvoðulaus eða stundum kvoðug. Barrnálar 2 saman, lifa 2-4 ár, stinnar, venjulega dálítið snúnar, 4-7 sm langar, allt að 2 mm yddar, blá- eða grágrænar, sagtenntar á jöðrunum og með greinilegar loftaugarákir á efra borði. Kvoðugangar undir yfirhúðinni. Nálaslíður er um 8 mm að lengd, en seinna styttra og varanlegt. Könglar oftast stakir eða 2-3 saman á stuttum eða löngum stilk, hangandi, egg-keilulaga, 2,5-7 sm langir, 2-3.5 sm breiðir, grábrúnir, mattir. Hreisturskildir á ytri köngulhlið betur þroskaðir en á skuggahliðinni, næstum tígullaga, allt að 8 mm breiðir, flatir eða með pýramída upphækkun, lítt áberandi, þverstýfðir. Þrymill smár, sléttur, glansandi, ljósbrúnn (ekki með svart í kring!), yfirleitt ekki með þyrna/þorn. Fræ 3-4 mm löng, egglaga, vængir 3 × lengri, losna úr könglinum að vori þriðja árs frá blómgun talið. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa austur í Síberíu. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, léttur, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
viðkvæm fyrir furulús (Pineus pini) |
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,7,9 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, yrkjum er fjölgað með ágræðslu. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í skógrækt, sem stakstæð tré, í þyrpingar, í brekkur. |
|
|
|
Reynsla |
|
Fáeinar misgamlar plöntur til í Lystigarðinum, þrífast yfirleitt vel eða sæmilega, ekkert kal.
Hefur reynst harðgerð hérlendis og var töluvert mikið notuð í skógrækt á síðustu öld en dó út víða um land af völdum furulúsafaraldurs (1950-60). Þau tré sem lifðu af hafa þó dafnað ágætlega síðan. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Fjölmörg yrki í ræktun erlendis sem vert væri að prófa hérlendis svo sem 'Glauca Nana', 'Compressa', 'Doone Valley', 'Globosa Viridis', 'Repens', 'Saxatilis', 'Fastigiata', 'Gold Medal' , 'Aurea', 'Nivea', 'Pendula' og mörg fleiri. Sama má segja um eftirfarandi afbriði af aðaltegundinni. Pinus sylvestris var. lapponica Fries ex Hartmann. með styttri nálar 2,5-4,5 sm, dökkgrænar og könglar eru einnig minni. (Heimk.: N Skandnavía, N Síbería) z1 =1
Pinus sylvestris var. mongolica Litvi. Mjúkir grágrænir árssprotar, nálar að 9 sm. (Heimk.: NA Mongólía, NA Kína SM Síbería) z2 =1 |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|