Í morgunsáriđ - Ragna Sigurđardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Spiraea betulifolia v. lucida
Ćttkvísl   Spiraea
     
Nafn   betulifolia
     
Höfundur   Pall. non auct.
     
Ssp./var   v. lucida
     
Höfundur undirteg.   (Douglas ex Greene) C.L. Hitchc.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Birkikvistur
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   Spiraea betulifolia subsp. lucida (Douglas ex Greene) Roy L. Taylor & MacBryde.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   -1 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur runni - allt ađ 1 m á hćđ, ekki mjög greindur, skriđull. Greinar sívalar, brúnleitar.
     
Lýsing   Lauffellandi, uppréttur runni allt ađ 1 m hár, lítiđ greindur. Jarđrenglur skriđular. Smágreinar sívalar, hárlausar, grábrúnar eđa brúnar. Lauf 2-6 sm löng, breiđegglaga til egglaga-aflöng, venjulega ydd, stöku sinnum snubbótt, grunnur bogadreginn eđa breiđ-fleyglaga. Laufin eru gróftennt eđa hvass-sagtennt, heilrend viđ grunninn, glansandi ofan, ljós á neđra borđi, laufleggir allt ađ 6 mm. Blómin hvít, í ţéttblóma, flötum kvíslskúf sem er allt ađ 10 sm í ţvermál, ađalblómskipunarleggir hárlausir.
     
Heimkynni   V N-Ameríka.
     
Jarđvegur   Međalrakur, međalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem sakstćđur runni, í limgerđi, í ţyrpingar, í beđ, í rađir, í ker.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er einn ađkeyptur runni frá 1983 sem kelur dálítiđ flest ár og blómstrar. Einnig er til einn runni sem sáđ var til 1990 og hefur kaliđ flest ár, var međ blóm 2011; annar runni sem sáđ var til 1991, dálítiđ kal flest ár, vex vel, engin blóm 2011 og runni sem sáđ var til 1997, lítiđ kal, blómríkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is