Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Primula glaucescens
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   glaucescens
     
Höfundur   Moretti
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mararlykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleiklilla.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   10-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Mararlykill
Vaxtarlag   Lík P. clusiana en laufin hvassydd, jaðrar hárlausir með smáar bogtennur, bikar sívalari, flipar mjóir, hvassyddir.
     
Lýsing   Lauf 1-10 x 0,5-2,5 sm, breiðlensulaga til aflöng, silkihærð, stinn, gljáandi, hárlaus, kalkrendur á jöðrum, aðeins bogtennt, ydd, mjókka að grunni. Krónublöð djúpsýld, 3-5 blóm í hverjum sveip, hvert blóm um 2,5 sm í þvermál. Krónupípa nær aðeins lítið fram úr bikarnum.
     
Heimkynni   N Ítalía (fjöll).
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, fremur þurr.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, fremst í beð þar sem framræsla er í góðu lagi.
     
Reynsla   Hefur reynst vel bæði norðan- og sunnanlands.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Mararlykill
Mararlykill
Mararlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is