Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Paeonia potaninii v. trolloides
Ćttkvísl   Paeonia
     
Nafn   potaninii
     
Höfundur   Komar
     
Ssp./var   v. trolloides
     
Höfundur undirteg.   (Stapf ex Stearn) Stearn
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Búskabóndarós*
     
Ćtt   Bóndarósarćtt (Paeoniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, skjól.
     
Blómlitur   Ljósgulur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   60-80 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Búskabóndarós*
Vaxtarlag   Lauffellandi runni. Uppréttir stinnir stönglar, greinar uppréttar og lítt greindar. Hún skríđur međ neđanjarđarrenglum og myndar smám saman góđa breiđu.
     
Lýsing   Ađaltegundin er lík P. delavayi, nema skriđul og lćgri (um 60 sm há). Bleđlar laufa mjóir. Blóm allt ađ 6,5 sm í ţvermál, ekki studd af reifablöđum. Krónublöđin djúprauđ til hvít. Frjóţrćđir grćnir. v. trollioides (Stapf. ex Stearn.) Stearn. Bleđlar laufa ekki eins egglaga og á ađaltegundinni. Blóm fölgul. Krónublöđ sveigđ inn á viđ svo blómiđ virđist aldrei springa almennilega út.
     
Heimkynni   V Kína, Tíbet.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, lífefnaríkur, hćfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting (varlega), sáning.
     
Notkun/nytjar   Fjölćringabeđ í góđu skjóli, trjábeđ í sólarmegin.
     
Reynsla   Sáđ í Lystigarđinum 1993, gróđursett í beđ 1995. Ţrífst vel og blómstrar, - bráđfalleg tegund.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Búskabóndarós*
Búskabóndarós*
Búskabóndarós*
Búskabóndarós*
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is