Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Celmisia semicordata
Ættkvísl   Celmisia
     
Nafn   semicordata
     
Höfundur   Petrie
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfurselma (BSt)
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   30-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Kröftugur fjölæringur sem myndar stórar breiður úr ungplöntum sem jarðlægir stönglarnir mynda, blaðslíður eru þétt og mynda allt að 10 sm langan falsstöngul. Vex sem illgresi á NZ. Stærsta tegund ættkvíslarinnar.
     
Lýsing   Laufblaðkan lensulaga til lensulaga - egglaga aflöng, leðurkennd, (20)-20-40-(60) sm x 2,5-4-4-(10) sm, ydd til odddregin, efra borðið þakið feldi af gráu hári, efra borð með þétta hvíta silki-lóhæringu. Miðrif oftast áberandi. Jaðrar heilrendir, ögn innundnir, mjókka í stuttan lauflegg. Blómleggur sterklegur, allt að 40 sm hár, karfan 4-10 sm í þvermál. Geislablóm mörg, (2)-3-4 sm löng, tungan mjó-aflöng, mjög áberandi, oftast með 4 tennur. Pípukrýndu blómin um 7-8 mm, löng, mjótrektlaga, tennur smáar, breið-þríhyrndar.
     
Heimkynni   Nýja Sjáland - Suðureyja allt upp í 1400 m
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, þurr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   NZ Plants
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölær beð, í steinhæðir.
     
Reynsla   Lítt reynd enn sem komið er (2004) er í uppeldi. Vex á Suðureyju NZ í 600-1400 m hæð. Var áður undir Celmisia coriacea en það er nú talið rangt (NZ Plants) þar sem C. coriacea er nú notað á plöntu sem áður gekk undir nafninu C. lanceolata.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is