Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Acer barbinerve
Ættkvísl   Acer
     
Nafn   barbinerve
     
Höfundur   Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Drekahlynur
     
Ætt   Hlynsætt (Aceraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða tré.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   - 6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Drekahlynur
Vaxtarlag   Runni eða lítið tré allt að 6 m hátt. Börkur grágulur og sléttur. Ungar greinar grænar, sjaldan rauðleitar, dúnhærðar.
     
Lýsing   Lauf 5-flipótt, þunn, kringluleit-egglaga, grunnur hjartalaga eða næstum því þannig, jaðrar með grófar tennur sem vita fram á við, djúpgræn á efra borði en ljósari og dúnhærð á æðastrengjum á neðra borði. Blómskipanir í stuttum klösum. Karlblóm eru í klösum sem vaxa úr hliðarbrumum, kvenblómin vaxa úr ýmiskonar brumum, með eitt par af laufum eða á kröftugum sprotum sem sumpart vaxa úr lauflausum brumum. Blómin eru gul, skífa um grunn frjóþráðanna. Aldin 4-6 sm.
     
Heimkynni   SA Síbería, NA Kína, Kórea.
     
Jarðvegur   Frjór, hæfilega rakur, djúpur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 2
     
Fjölgun   Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld. Fræ í tvívængjuðum, hárlausum hnotum.
     
Notkun/nytjar   Stakstæð, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1991. Hefur oftast kalið talsvert árlega, en skrimtir samt.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Drekahlynur
Drekahlynur
Drekahlynur
Drekahlynur
Drekahlynur
Drekahlynur
Drekahlynur
Drekahlynur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is