Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Ættkvísl |
|
Saxifraga |
|
|
|
Nafn |
|
longifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
Lapeyr. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Klettakóngur |
|
|
|
Ætt |
|
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær, sígræn jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur, stundum með rauðum dröfnum. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
40-60 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stilkar mjög stuttir, ógreindir, mynda einu sinni blóm og deyja síðan (monocarpic). Myndar eina blaðhvirfingu sem verður allt að 14 sm í þvermál. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 6-11 x 0,4-0,7 sm, bandlaga, ydd, heilrend, kjötkennd, bláleit, fölgræn, snubbótt, með kjöl á neðra borði, með marga kalkkirtla aðeins á laufjöðrunum. Kalkútfellingar áberandi. Blómstöngull vex upp úr miðri blaðhvirfingunni eftir allmörg ár. Blómskipunin sívalur skúfur, allt að 60 x 15 sm, kirtilhærður. Krónublöð 7 x 4-5,5 mm, öfugegglaga, hvít, stundum með rauðar doppur.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Pyreneafjöll. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur, jafnrakur, kalkríkur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Hefur verið til í garðinum af og til. Mjög fallegur og tignarlegur í blóma. Var sáð í Lystigarðinum 2014 og gróðursettur í beð 2015. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Nokkur yrki til í ræktun erlendis. Má þar nefna 'Magnfica' meðblaðhvirfingar allt að 15 sm í þvermál, blómskúfur stór. 'Wapole's Variety' minni með blágráar blaðhvirfingar, blóm í stuttu, hvítblóma axi. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|