Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Patrinia triloba
Ættkvísl   Patrinia
     
Nafn   triloba
     
Höfundur   Miq.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þríbrúðuhnoða
     
Ætt   Garðabrúðuætt (Valerianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi eða sól.
     
Blómlitur   Gullgulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Þríbrúðuhnoða
Vaxtarlag   Fjölær jurt sem myndar brúsk. Stönglar allt að 60 sm, uppréttir, rauðmengaðir. Laufin allt að 5 sm, flest laufin eru grunnlauf, djúp 3-5 fjaðurflipótt, efstu laufin gróftennt.
     
Lýsing   Blómin gullgul, ilmandi, í fremur strjálblóma 3-greindum skúf, allt að 10 sm í þvermál.
     
Heimkynni   Japan.
     
Jarðvegur   Rakur, frjór, lífefnaríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beð með fjölærum tegundum.
     
Reynsla   Lítt reynd hérlendis, þrífst þokkalega í Hveragerði (HS). Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Engar tegundir af ættkíslinni Patrinia eru í Lystigarðinum á Akureyri 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Allmargar tegundir af Patrinia hafa verið reyndar í 2-7 skipti í Lystigarðinum, þ.e. gulbrúðuhnoða (Patrinia gibbosa), ilmbrúðuhnoða (P. intermedia), P. rupestris, P. scabiosifolia, heiðbrúðuhnoða (P. sibirica), þríbrúðuhnoða (P. triloba), hárbrúðuhnoða (P. villosa). Engar eru á lífi 2015.
     
Þríbrúðuhnoða
Þríbrúðuhnoða
Þríbrúðuhnoða
Þríbrúðuhnoða
Þríbrúðuhnoða
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is