Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Lewisia |
|
|
|
Nafn |
|
rediviva |
|
|
|
Höfundur |
|
Pursh. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Huldublaðka |
|
|
|
Ætt |
|
Grýtuætt (Portulacaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígræn, fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur eða bleikleitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí--júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
- 5 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, legglaus fjölæringur allt að 5 sm hár í blóma, laufin mynda þéttan brúsk snemma vors (ekki reglulegar hvirfingar), deyja svo á blómgunartímanum eða fyrir hann, vaxa upp af stuttum ógreindum eða greindum stöngulstofni og eru með kjötkennda, greinótta stólparót. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin mörg, bandlaga eða kylfulaga, hálfsívöl, 1,5-5 sm löng, 2-3 mm breið, snubbótt eða hálfydd, legglaus en með breiðan hálfglæran grunn, kjötkennd, heilrend, visna um leið og blómin birtast. Blómskipunin úr einblóma blómstönglum, blómskipunarleggirnir 1-3 sm langir. Engin stöngullauf. Stoðblöð 4-7(-8) í krönsum, sýllaga eða bandlensulaga, 4-10 mm löng, himnukennd. Blómleggir (10)3-15(-30) mm langir með liðamót rétt ofan við stoðblöðin, brotna auðveldlega af að blómgun lokinni. Blómin 5-6(-7,5) sm í þvermál. Bikarblöð 4-(6-9) talsins, misstór, skarast, hvít eða bleikleit, með græna eða purpuraleita miðtaug, breið-oddbaugótt eða egglaga, bogadregin, 10-25 mm löng, heilrend eða trosnuð. Krónublöð 12-19 talsins í mismunandi blæbrigðum af rósbleiku og purpurableiku eða hvít, oddbaugótt, aflöng eða mjó-öfuglensulaga 15-35 mm löng, snubbótt þverstýfð eða bogadregin, heilrend eða trosnuð í oddinn. Fræflar 20-50 talsins, með frjóþræðina samvaxna neðst. Stíll djúpklofinn í 4-9 hvítar eða fölbleikar greinar. Hýði egglaga 5-6 mm löng. Fræ 8-25 talsins, svört eða dökkbrún, hnöttótt-nýrlaga, 2-2,5 mm löng, ögn nöbbótt, glansandi. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Kanada, Bandaríkin. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Þurr, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,22 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í kanta skrautblómabeða. |
|
|
|
Reynsla |
|
Ekki í Lystigarðinum 2012, en hefur verið sáð.
Viðkvæm-meðalharðgerð jurt, þolir illa vetrarumhleypinga en ef henni er skýlt fyrir þeim er allt í lagi með hana utandyra. Mest ræktuð í pottum inni í gróðurhúsum (HS). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
ssp. rediviva
Lauf bandlaga, hálfsívöl. Blómleggir meira en 1 sm langir. Bikarblöð meira en 15 mm löng. Krónublöð 18-35 mm löng. Fræflar 30-50 talsins. ---
ssp. minor (Rydberg) Holmgren
Laufin kylfulaga til mjó-öfuglensulaga, með gróp eftir efra borði, bogadregin í oddinn. Blómleggir (1)3-8 mm langir. Bikarblöð yfirleitt 10-12 mm löng, sjaldan allt að 15 mm langir. Krónublöð 15 mm löng. Fræflar 20-30 talsins.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR.
Náttúrulegir vaxtarstaðir eru gróðurlitlir malarbornir og grýttir staðir í 750-1850 m h.y.s. (ssp. rediviva).
Náttúrulegir vaxtarstaðir eru þurrir, grýttir staðir í 1980-2745 m h.y.s. (ssp. minor). |
|
|
|
|
|