Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Jovibarba heuffelii
Ættkvísl   Jovibarba
     
Nafn   heuffelii
     
Höfundur   (Schott.) Löve & D. Löve.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósahnyðri
     
Ætt   Hnoðraætt (Crassulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölgulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Ljósahnyðri
Vaxtarlag   Blaðhvirfingar 3-7 sm í þvermál, flatar, opnar. Laufin 30-40 í hverri blaðhvirfingu, misstór, flöt ofan, kúpt neðan, græn eða bláleit, stundum með brúna enda, fínhærð.
     
Lýsing   Stöngullauf lykja um stöngulinn, lensulaga, efri hlutinn með purpura slikju. Blómskipunin þétt, flöt, 5 sm í þvermál, blómin mjó, 12-15 mm breið, bikarblöð 6-7, kirtilhærð, krónublöð 6-7, upprétt, fölgul eða gulhvít, 10-12 mm, öfugegglaga-aflöng.
     
Heimkynni   A Karpatafjöll, Balkanskagi.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta.
     
Reynsla   Meðalharðgerð jurt, blaðhvirfingin deyr að blómgun lokinni.
     
Yrki og undirteg.   Til eru yfir 100 nefnd yrki.
     
Útbreiðsla  
     
Ljósahnyðri
Ljósahnyðri
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is