Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Jovibarba hirta
Ættkvísl   Jovibarba
     
Nafn   hirta
     
Höfundur   (L.) Opiz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skegghnyðri
     
Ætt   Hnoðraætt (Crassulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölgulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   10-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Blaðhvirfingar 2,5-5 sm í þvermál, opin nema þegar hún er þurr.
     
Lýsing   Laufin 8-10 x 7 mm, hárlaus, randhærð, flöt ofan, kúpt neðan, græn, oddurinn brúnn eða rauðbrúnn neðan, lensulaga til öfugegglaga-öfuglensulaga. Blómstöngull mjög laufóttur. Blómskipunin 5-8 sm í þvermál, greinótt, hver grein með 5-blóm, blómin fölgulbrún, bikarblöð oftast hærð, krónublöð 6, upprétt, um 15 mm löng með vængjaðan kjöl. Stíll um 4 mm.
     
Heimkynni   M & SA Evrópa.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta.
     
Reynsla   Töluvert viðkvæmari en húslaukar og oft fremur skammlíf í ræktun. Blaðhvirfingin deyr að blómgun lokinni.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is