Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Campanula poscharskyana
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   poscharskyana
     
Höfundur   Degen.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Stjörnuklukka
     
Ætt   Campanulaceae (Bláklukkuætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Ljósfjólublár m. hvítt auga
     
Blómgunartími   Ágúst-sept.
     
Hæð   0.15-0.25 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Stjörnuklukka
Vaxtarlag   Fallegur brúskur, jarðlægir, blöðóttir, stönglar.
     
Lýsing   Blómstönglar grannir, allt að 25 sm, venjulega margir og með strjál blóm. Laufin grá, stinnhærð eða lítið hærð, nokkuð langydd, randhærð. Stofnstæðu laufin hjartalaga til egglaga, tvísagtennt og stilkuð. Stöngullaufin tennt eða heilrend, leggstutt. Blómin legglöng í gisgreinóttum klasa eða skúf. Bikarflipar 8-12 mm. lensulaga. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2,5 sm, breið-stjörnulaga til trektlaga, djúpklofin eða allt að 2/3, flipar útstæðir, ljósfjólubláir-fjólubláir. Stíllinn næstum fram út blóminu. Hýði opnast um miðju.
     
Heimkynni   N Balkanskagi
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór
     
Sjúkdómar   engir
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1, 2, HS
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Steinhæðir, beðkanta
     
Reynsla   Aðeins fáeinar plöntur eru í Lystigarðinum. Lofa góðu.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis t.d. 'E.H. Frost' mjólkurhvít, 'Erich G. Arends' blá 'Lilaciana' lillableik, 'Stella' skærfjólublá ofl.
     
Útbreiðsla  
     
Stjörnuklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is