Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Aster |
|
|
|
Nafn |
|
linosyris |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Bernh. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gullstjarna |
|
|
|
Ætt |
|
Asteraceae |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
fjölær |
|
|
|
Kjörlendi |
|
sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
gullgulur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
síðsumars, ágúst-sept. |
|
|
|
Hæð |
|
0.5-0.7m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Þéttblöðóttir, skástæðir stönglar eða uppsveigðir, létt hrjúfir, allt að 70 sm, greinóttir ofan til, verða trjákenndir við þroskann. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf allt að 5 sm, minna en 3 mm breið, lensulaga - mjólensulaga eða bandlaga oft kirtilhærð á efra borði, hrjúf á jöðrum, stilklaus, mjög mörg.
Körfur u.þ.b. 1,2 sm í þvermál, 4-12 í hverjum hálfskúf, hálfskúfar margir. Reifar u.þ.b. 5 mm háar, meira eða minna öfugegglaga, reifablöðin mjög breytileg ytri aðallega græn, innri himnukennd en miðhlutinn grænn við oddinn oft með allaga odd. Engin tungublóm. Hvirfilblóm allt að 40 ca 7 mm, krónurnar gullgular, með 2 - 2,5 mm flipa. Svifkrans 3-4 mm, jafn langur og aldinin, hár mislöng. Blómgast ágúst - sept. |
|
|
|
Heimkynni |
|
S & SA Evrópa |
|
|
|
Jarðvegur |
|
léttur, sendinn, framræstur |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4, H1 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
skipting, sáning |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
fjölær ber, steinhæðir |
|
|
|
Reynsla |
|
Þrífst þokkalega í garðinum - hefur vaxið í L3-C02 frá 1994 |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
'Gold Dust' blómgast fyrr |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|