Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Larix lyallii
Ættkvísl   Larix
     
Nafn   lyallii
     
Höfundur   Parl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallalerki
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi barrtré.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Kvenblóm bleik, karlblóm gul.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   10-15 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Fjallalerki
Vaxtarlag   Lauffellandi tré, 13-15(-25 ) m hátt í heimkynnum sínum. Börkur grár og losnar af í hreistrum, eða rauðbrúnn og rákóttur á gömlum trjám. Greinar standa óreglulega, eru láréttar, stuttar, brothættar. Greinar á 1. ári með þétt grátt eða grábrúnt hár, hárlausar á 2. ári. Dverggreinar 1-2 sm langar, þaktar gráum eða gulbrúnum flóka. Vetrarbrum kúlulaga, brúnar brumhlífarnar, þétthærðar.
     
Lýsing   Barrnálar 40-50 í knippi, uppréttar til útstæðar, 25-35 mm langar, blágrænar, stinnar, með kjöl beggja vegna. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri). Könglar alveg legglausir, lang-egglaga 3,5-5 sm langir, 2 sm breiðir, ungir bleikir. Köngulhreistur mörg næstum kringlótt, hærð utan, fullþroska eru þau sundurglennt og jaðar aftursveigður. Hreisturblöðkur uppréttar, langyddar, stundum líka aftursveigðar, standa út úr könglunum. Jaðar fagurlega randhærður. Fræ smá með bleikan væng um 10 mm langan.
     
Heimkynni   V N-Ameríka (Washington til Bresku Kólumbíu). (1500-3100 m h.y.s.).
     
Jarðvegur   Sendinn, grýttur, meðalfrjór-magur, helst rakur, sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar   Plöntur af þessari ættkvísl eru með mikinn viðnámsþrótt gegn hunangssvepp.
     
Harka   Z3 Ekki viðkvæmt fyrir frosti.
     
Heimildir   = 1, 7, http://www.pfaf
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í raðir, þyrpingar, í beð, skógrækt og sem stakstætt tré. Gróðursett til timburframleiðslu í Evrópu. Greinaendarnir eru sumstaðar notaðir til að krydda súpur.
     
Reynsla   Var til í Lystigarðinum, en varð að víkja fyrir byggingu, þreifst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fjallalerki
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is