Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Sorbus sitchensis
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   sitchensis
     
Höfundur   Roem.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sitkareynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Hvítleitur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ   1-2 m getur hugsanlegs náđ 4-6 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Sitkareynir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, 1-4 m á hćđ (eftir ţví hvađan runninn er). Árssprotar grábrúnir. Brumin egglaga-keilulaga, allt ađ 10 mm löng, bládöggvuđ og međ rauđbrúna dúnhćringu.
     
Lýsing   Lauf stakfjöđruđ, um 22 sm löng međ 4-5 pör af smálaufum. Smálauf allt ađ 70 x 30 mm, egglaga-aflöng, mjókka venjulega snögglega í snubbóttan eđa hvassyddan odd/enda, tennt ađ 1/3 til 1/2 af lengdinni, mött á efra borđi, ögn blágrćn, ekki nöbbótt á neđra borđi. Blómskipunin hálfsveipur en hvelfd í toppinn. Aldin bleikrauđ, allt ađ 12 x 10 mm, oft lengri en breiđ. Bikarblöđ kjötkennd ađ mestu. Frćvur 3-5, hálfundirsćtnar, oddar mynda ósamvaxinn útvöxt innan í bikarnum, međ hvít hár. Stílar allt ađ 2,25 mm, sundurlausir. Frć ljósbrún, allt ađ 5 x 2,5 mm. Ţetta er hópur líkra, fjórlitna smátegunda sem ćxlast međ geldćxlun. (2n=68)
     
Heimkynni   N Ameríka frá Alaska og Yukon gegnum Bresku Kólumbíu til norđvestur Montana, Idaho og Kaliforníu.
     
Jarđvegur   Sendinn, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, 15
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstćđur, rađir, í ţyrpingar.
     
Reynsla   Tiltölulega sjaldséđur í rćktun hérlendis en bćrilega harđger og hefur reynst vel í garđinum. LA 84598 í N3-AA02 (og S11), gróđursettur 1988, kom sem nr. 792 frá Liverpool HBU 1984. Kól ađeins í fyrstu en lítiđ sem ekkert hin síđari ár.
     
Yrki og undirteg.   Ţekkist frá S. occidentalis á stćrri og tenntari smáblöđum. Ţekkist helst frá öđrum međlimum ćttkvíslarinnar á samsetningunni, brum ađeins bláleit, rauđbrúnhćrđ og ekki límug. Smáblöđin mött, aflöng, sljóydd (snubbótt) ađeins bláleit (grćnblá), slétt. Aldin bleikrauđ. (McAll. 07)
     
Útbreiđsla  
     
Sitkareynir
Sitkareynir
Sitkareynir
Sitkareynir
Sitkareynir
Sitkareynir
Sitkareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is