Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Ættkvísl |
|
Sorbus |
|
|
|
Nafn |
|
aucuparia |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Reyniviður |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rjómahvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní. |
|
|
|
Hæð |
|
10-14 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lítið eða meðalstórt tré, yfirleitt einstofna með hvelfda krónu. Verður 60-140 ára eftir aðstæðum á hverjum stað. Greinar gráar og uppréttar á ungum trjám en síðar útstæðar. Árssprotar grábrúnir og hærðir í fyrstu en verða nær hárlausir með aldrinum. Börkur þunnur, sléttur, ljósgrár-dökkgrár með láréttum barkaropum og lyktar illa. Brumin dökk, meira eða minna loðin, sérstaklega á endum bruma. Endabrum áberandi stærst og loðnast.
Tré af íslenskum uppruna eru að jafnaði með uppstæðar greinar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin stór, stakfjöðruð, 10-20 sm á lengd með 6-8 smáblaðapör. Endalaufið er ekki áberandi stærra en hin. Smáblöð 2-6 sm á lengd, mattgræn og hárlaus á efra borði en gishærð til dúnhærð og grágræn á því neðra, lang-lenulaga, ydd og sagtennt.
Blómin rjómahvít í stórum hálfsveipum. Blómin um 10 mm í þvermál, þefill, með 5 þríhyrnd, hvíthærð bikarblöð, fimm krónublöð og marga fræfla sem eru jafnlangir krónublöðum. Ein fræva í lítillega hærðu egglegi með 3-4 stílum.
Aldin rauðgul, rauð eða dökkrauð, kúlulaga, 8-10 mm í þvermál. Fræ oddbaugótt, ljósbrún og um 4 mm á lengd fullþroskað.
Gulir eða rauðbrúnir og jafnvel rauðir haustlitir mismunandi áberandi frá ári til árs.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa - L. Asía, Síbería. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, frjór, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Rreyniáta (Cytispora rubescens). |
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Haustsáning, forkælið fræin, sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Skjólbelti, í þyrpingar, sem stakstæð tré, í raðir og jafnvel í limgerði, verður 60-120 ára. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgert tré, þarf mikinn áburð. Grisja þarf krónuna, klippa rótarskot.
Vex villtur hér og þar um landið. Mjög stórt útbreiðslusvæði um tempraða belti Evrasíu og Litlu-Asíu. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Fjölmörg garðaafbrigði eða yrki, nokkur þeirra í ræktun í garðinum.
Yrki t.d.:
'Edulis' er með æt ber, ekki beisk á bragðið og því hentugur í sultur og hlaup, hraðvaxta og mjög harðgert yrki. Stærri lauf og breiðari smálauf en á aðaltegund, tennt aðallega í endann. Uppruni frá því um 1800.
'Fastigiata' er hægvaxta runni eða lágvaxið tré, nær súlulaga með uppréttum greinum (stofni). Verður kannski ekki nema 4-5 m hérlendis. Lauf stór með 11-15 dökkgrænum smáblöðum. Aldin gljáandi rauð, stór og fjölmörg saman. AM 1924.
'Dirkenii' - lauf gul á unga aldri, en verða síðar gulgræn. Fyrst á markaði um 1880.
'Fastigiata' er með stíf upprétt króna, fremur hægvaxta.
'Pendula' er með slútandi/hangandi greinar.
'Rossica Major' - eitt allra besta yrkið og víða notað sem götutré erlendis. Uppréttur vaxtarlag - endanleg hæð um 10 m.
'Xanthocarpa' er með skærgul aldin.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|