Í morgunsáriđ - Ragna Sigurđardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Ribes aciculare
Ćttkvísl   Ribes
     
Nafn   aciculare
     
Höfundur   Sm.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Burstarifs
     
Ćtt   Garđaberjaćtt (Grossulariaceae).
     
Samheiti   Grossularia acicularis (Smith) Spach.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Grćnhvít međ gulleitan eđa bleikan blć.
     
Blómgunartími   Maí-júní, ber í ágúst.
     
Hćđ   -1 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Líkist mjög mikiđ Ribes burejense F. Schmidt. Lauffellandi, ţyrnóttur runni allt ađ 1 m hár eđa dálítiđ hćrri. Smágreinar hárlausar, 3-7 ţyrnar viđ liđina, í krönsum, nállaga, allt ađ 1 sm langir, stöngulliđir töggóttir.
     
Lýsing   Brum aflöng, 4-6 mm, ydd, hreistur ţunn. Laufleggir allt ađ 3 sm, hárlausir til lítillega smádúnhćrđir. Blađka laufsins breiđegglaga til hálfkringlótt, 1,5-3 × 3-5 sm, yfirleitt hárlaus, ćđar á neđra borđi örlítiđ smádúnhćrđar, grunnur ţverstýfđur til hjartalaga, flipar 3-5, jađrar gróflega hvass sagtenntir, oddur snubbóttur eđa hvassyddur, enda flipinn álíka langur og hinir. Blóm stök eđa 2-3 í stuttum klasa, tvíkynja, blómgrein 1-1,2 sm, stođblöđ egglaga til mjó-egglaga, 2-3,5 mm, 3-tauga, oftast hárlaus, blómleggir 3-6 mm, hárlausir eđa međ lítiđ eitt af kirtilhárum. Bikar grćnhvítur međ gulleita eđa bleika slikju, krónupípan breiđ-bjöllulaga, 4-6 mm, hárlaus bćđi á ytra- og innra borđi, flipar aftursveigđir, útstćđir eđa uppréttir ţegar aldiniđ er ţroskađ, aflangir til spađalaga, 5-6 mm. Krónublöđ hvít, öfugegglaga, 2-3,5 mm. Frćflar ögn lengri en krónublöđin, frjóţrćđir hvítir, frjóhnappar egglaga-sporvala. Eggleg hárlaus, sjaldan međ örlítiđ af kirtilhárum. Stíll hárlaus, klofinn um ˝ lengd sína. Berin rauđ, hnöttótt, 1,2-1,5 sm, hárlaus eđa lítiđ eitt kirtilhćrđ.
     
Heimkynni   N-Xinjiang (Altai Shan), Mongólía, Rússland.
     
Jarđvegur   Međalrakur og frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = Af netinu/flora of China.
     
Fjölgun   Grćđlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeđ.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta sem sáđ var til 1982, kól dálítiđ framan af, en er annars ágćt, um 1 m há 2011.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla   Vex í skógarjöđrum, klettabrekkum í 1500-2100 m hćđ í heimkynnum sínum.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is