Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Primula veris
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   veris
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sifjarlykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Gullgul međ appelsínugulan eđa rauđan blett viđ grunn.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hćđ   20-30 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Sifjarlykill
Vaxtarlag   Blađhvirfing međ upprétt lauf í fyrstu en verđa smátt og smátt útbreiddari eftir ţví sem líđur á sumariđ. Blómstönglar stinnir, uppréttir.
     
Lýsing   Lauf 5-20 x 2-6 sm, jarđlćg eđa upprétt, egglaga til egglaga-aflöng, gróf og óreglulega tennt, oddur bogadreginn til snubbóttur, laufblađkan mjókkar smám saman í mjóan vćngjađan legg. Blómstönglar allt ađ 30 sm háir, dúnhćrđir smáum gráum hárum, međ allt ađ 16, ilmandi, meira og minna drúpandi blóm í nćr einhliđa sveip. Bikar 8-15 mm, stutthćrđur, flipar yddir. Króna allt ađ 3 sm breiđ, bollalaga eđa flöt skífa, gullgul međ appelsínugulan eđa rauđan blett viđ grunn hvers flipa. Krónupípa nćr út úr bikarnum, flipar eru breiđir, skarast og eru grunnsýldir.
     
Heimkynni   Evrópa, V Asía.
     
Jarđvegur   Frjór, rakaheldinn, ekki of súr.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting ađ hausti, sáning ađ vori (frć ţarf ekki kuldatímabil).
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í fjölćringabeđ, í breiđur.
     
Reynsla   Ein útbreiddasta prímúlutegundin, mjög algeng og víđa rćktađ. Blómgast snemma vors og er alveg ómissandi í garđa. Blandast gjarnan međ huldulykli og/eđa laufeyjarlykli. Tegundin og allar undirtegundir ţrífast afar vel bćđi norđan- og sunnanlands.
     
Yrki og undirteg.   ssp. veris Laufblađkan mjókkar snögglega ađ blađleggnum, venjulega hćrđ á neđra borđi, bikar ekki lengri en 1,5 sm. Krónan allt ađ 1,2 sm breiđ, bollalaga, krónupípan jafnlöng bikarnum. Heimkynni: Evrópa, Íran, Tyrkland, Rússland. -------------------- ssp. canescens (Opiz) Lüdi. Lauf mjókka smám saman ađ laufleggnum, grádúnhćrđ á neđra borđi, bikar 1,6-2 sm. Krónan 8-20 mm í ţvermál, grunn skállaga, krónupípa jafnlöng bikarnum. Heimkynni: Evrópa (Alpafjöll, Pýreneafjöll, og fjöll á Spáni). ------------------ ssp. columnae (Tenore) Lüdi. Laufblađkan endar snögglega viđ lauflegginn, međ hvít hár á neđra borđi. Bikar 1,6-2 sm, krónan 1-2,2 sm í ţvermál, flöt skífa. Krónupípa nćr fram úr bikarmunnanum. Heimk.: Fjöll á M Spáni, M Ítalíu, N-Grikklandi og NA Tyrklandi. ------------------ ssp. macrocalyx (Bunge) Lüdi. Laufblađkan mjókkar smám saman ađ laufleggnum, međ grá há eđa hárlaus á neđra borđi. Bikar 1,5-2 sm, keilulaga, ţétthćrđur. Krónan 1,8-2,8 sm í ţvermál, flöt skífa, krónupípan nćr fram úr bikarnum. Heimkynni: SA Rússland, Kákasus, S Miđ-Asía til A Síberíu.
     
Útbreiđsla  
     
Sifjarlykill
Sifjarlykill
Sifjarlykill
Sifjarlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is