Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Primula rosea 'Grandiflora'
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   rosea
     
Höfundur   Royle.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Grandiflora'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rósulykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   - 20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lík sumum afbrigðum tyrkjalykli (P. auriculata) en er ekki mélug, venjulega eru engir blómstönglar í fyrstu, en lengjast er líður á sumarið.
     
Lýsing   Með allt að 20 sm, stór, bleik blóm. Sjá annars lýsingu á aðaltegund.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting að hausti, skipta þarf að minnsta kosti annað hvert ár, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Með allra fallegustu lyklum en skaðast oft í umhleypingum á vorin, skýla þar sem snjóþekja er óstöðug. Nokkur eintök í uppeldi garðinum + í steinhæð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is