Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Primula latifolia
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   latifolia
     
Höfundur   Lapeyr.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Límlykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Fjólublár til rauðpurpura.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Límlykill
Vaxtarlag   Blómstönglar uppréttir, trjákenndir, þykk, stinn lauf í hvirfingum við jörð, lauf sölna að hausti og eftir verða mjó, græn brum sem lifa veturinn.
     
Lýsing   Lauf allt að 18 x 5 sm. tiltölulegaa upprétt, snubbótt og breiðlensulaga, mattgræn, ekki mélug, með límkirtla, ilmandi, heilrend, bylgjuð eða gróftennt, laufleggir næstum jafnlangir blöðkunni, með vængi. Blómstönglar allt að 20 sm, límugir, grannir en sterklegir. Blóm 2-25 í einhliða sveip, blómskipunarleggir allt að 2 sm, drúpandi. Bikar allt að 6 mm. Króna allt að 2 sm í þvermál, fjólublá til rauðpurpura með hvítt auga, stöku sinnum hvít, stundum ögn mélug í ginið, mjótrektlaga. Krónupípa allt að 1,4 sm, 4 x lengd bikarsins, sívöl, flipar aflangir, skarast ekki, grunnsýldir til klofnir að 1/3 eða svo. Fræhýði hnöttótt jafnlöng bikarnum.
     
Heimkynni   V Evrópa (Alpafjöll, A Pyreneafjöll).
     
Jarðvegur   Framræstur, fremur rakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í beð, sem undirgróður.
     
Reynsla   Mjög harðgerð og auðræktuð tegund, hefur verið lengi í ræktun - frá 1984 í N1 (Prímúlubeðinu).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Límlykill
Límlykill
Límlykill
Límlykill
Límlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is