Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Primula ioessa
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   ioessa
     
Höfundur   W. W. Sm.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klukkulykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Ljós eđa fölfjólublár, hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   20-30 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Klukkulykill
Vaxtarlag   Minnstur í ţessari deild lykla. Líkist helst P. waltonii en er allur minni og fíngerđari.
     
Lýsing   Lauf 6-20 x 1-2.5 sm, mjó aflöng eđa öfuglensulaga til spađalaga, skarpar og djúpar tennur, snubbótt, mjókka í grunninn í vćngjađan lauflegg. Blómstönglar 10-30 sm, blóm ilmandi, trektlaga međ stutta krónusepa. Blómin í 2-8 blóma sveip á fremur grönnum, stuttum, lítillega gulmélugum leggjum (1-6 sm), bleik-ljóspurpurarauđ, lillablá-blá eđa hvít, mélug í auga. Stođblöđ band til band-lensulaga 0,5 -1,5 sm, dálítiđ gulmélug međ purpuralitum rákum. Bikar bjöllulaga, 7-8 mm, ögn mélugur međ purpuralitri slikju á ytra borđi, mjög mélugur á innra borđi, skiptur ađ miđju, ćđóttur. Frćhulstur sívöl, um ţađ bil jafnlöng og bikar.
     
Heimkynni   Kína, SA Tíbet.
     
Jarđvegur   Frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1,2 + kínverska flóran
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti, sáning ađ hausti.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróđur, í skrautblómabeđ, ef til vill, í steinhćđir.
     
Reynsla   Kom fyrst frá Ágústu Jónsdóttur á Árskógssandi, hefur dafnađ ágćtlega bćđi norđanlands og sunnan.
     
Yrki og undirteg.   Ţekkt fleiri litaafbrigđi en hvítt, til dćmis dökkfjólublátt. Lík völulykli (P. waltonii) en oftast minni og fíngerđari. Blómstönglar allt ađ 15 sm. Krónan klukkulaga, lillablá-blá eđa hvít, augu mélug.
     
Útbreiđsla  
     
Klukkulykill
Klukkulykill
Klukkulykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is