Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Primula cockburniana
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   cockburniana
     
Höfundur   Hemsl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Iđunnarlykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Dökkappelsínugulur til tígulsteinsrauđur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hćđ   20-30 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Iđunnarlykill
Vaxtarlag   Fremur fíngerđ tegund, skammlíf, oftast tvíćr. Jarđstöngull grannur, venjulega međ eina áberandi blađhvirfingu.
     
Lýsing   Lauf allt ađ 5-10(-12) x 1,6-4,8 sm, öfugegglaga, jarđlćg til upprétt, mjókka snögglega í vel afmarkađan lauflegg, ekki mélug, miđstrengur hvítur, jađrar smátenntir og reglulega tenntir. Blómstilkar lengri en lautin, grannir, hvítmélugir, ađ minnsta kosti á liđunum, 1-3 kransa, 3-8 blóma. Blóm á nokkuđ jafnlöngum, nćr láréttum blómleggjum, allt ađ 3 sm langir, grannir, mélugir. Bikar allt ađ 7 mm, bjöllulaga, silfurmélugur. Blóm ađ 1,5 sm í ţvermál, flöt skífa međ kraga, dökkappelsínugul til skarlatsrauđ. Krónupípa um ţađ bil 2 x lengri en bikarinn, mjó-sívöl. Flipar öfugegglaga, venjulega 2 x lengri en breiđir og heilrendir.
     
Heimkynni   SV Kína.
     
Jarđvegur   Frjór, rakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2, 12
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti, skipta ţarf plöntunni á 2-3 ára fresti til ađ hún lifi, sáning ađ hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í beđ.
     
Reynsla   Hefur ţrifist vel í garđinum en ţarf ađ endurnýja reglulega. Vex í rökum engjum og skógajöđrum í 2900-4200 m hćđ í heimkynnum sínum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Iđunnarlykill
Iđunnarlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is