Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Primula aurantiaca
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   aurantiaca
     
Höfundur   W. W. Sm. & Forrest
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glóðarlykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Dökk brandgulur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   20-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Glóðarlykill
Vaxtarlag   Blómstönglar stinnir, rauðleitir með 2-6 kransa af blómum. Blöðin fremur stór og þunn.
     
Lýsing   Lík glóeyjarlykli (Primula chungensis) en miðæðastrengurinn rauðpurpura. Lauf dekkri en á glóeyjarlykli með smáar og reglulegar tennur. Blómstönglar svartleitir eða rauðleitir, ekki mélugir. Stoðblöð jafn löng og eða lengri en blómleggurinn. Bikar mjóbjöllulaga, allt að 8 mm, með purpuraslikju. Krónupípa ekki meira en 2 x lengd bikarsins, blóm venjulega brún-brandgul.
     
Heimkynni   Yunnan í SV Kína.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, meðalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í skýld skrautblómabeð.
     
Reynsla   Bráðfalleg tegund og nokkuð harðgerð, en oft skammlíf. Þarf vetrarskýli á snjóléttum stöðum, henni er haldið við með skiptingu og geymslu í sólreit.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Glóðarlykill
Glóðarlykill
Glóðarlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is