Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Potentilla fruticosa v. arbuscula
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   fruticosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   v. arbuscula
     
Höfundur undirteg.   (D. Don.) Maxim.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Runnamura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Potentilla fruticosa v. rigida
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Djúpgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   0,4-0,6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lágvaxinn útbreiddur runni, allt að 1 m á breidd, uppsveigðar greinar.
     
Lýsing   Lágur runni, 0,6-1 sm, greinar uppsveigðar eða jarðlægur. Axlablöð stór, brún. Smálauf oftast 5, stöku sinnum 3, 1 sm eða lengir, flipótt, ljós- til milligræn, þykk, hvíthærð neðan og æðastrengirnir mynda netmynstur á neðra borði. Blóm 3 sm í þvermál í lausum knippum, djúpgul.
     
Heimkynni   Himalaja, N Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í brekkur, í limgerði, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð planta, sem hefur reynst vel á Akureyri.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is