Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Potentilla fruticosa 'Micrandra'
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   fruticosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Micrandra'
     
Höf.   (ca. 1890)
     
Íslenskt nafn   Runnamura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   P. micrandra Koehne
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Runnamura
Vaxtarlag   Uppréttur, mjög þéttur, minnir helst á stóra þúfu.
     
Lýsing   Varla meira en 50 sm hár runni, en um 1 m á breidd. Lauf dökkgræn, allt að 3,5 sm löng, smáblöð 7 í mesta lagi, mjó-löng, blágræn neðan og hærð. Blóm skærgul, 2,5-3 sm breið, fræflar mjög stuttir.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H4
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
     
Notkun/nytjar   Í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til þrjár aðkeyptar plöntur, tvær voru gróðursettar í beð 1983 og ein 2004, kala fremur lítið í seinni tíð. Mjög blómviljug, harðgerð planta, sem hefur reynst vel hér norðanlands.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Runnamura
Runnamura
Runnamura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is