Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Viola riviniana
Ćttkvísl   Viola
     
Nafn   riviniana
     
Höfundur   Reichenb., Iconogr. Bot. Pl. Crit. 1 : 81 (1823)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skógfjóla
     
Ćtt   Violaceae (Fjólućtt)
     
Samheiti   Viola insularis Gren. & Godron Viola riviniana subsp. minor (Greg.) Valentine Viola riviniana subsp. riviniana
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í kjarrlendi, vel grónum brekkum og á lyngheiđum.
     
Blómlitur   Fjólublár
     
Blómgunartími   Júní
     
Hćđ   0.10-0.20 m
     
 
Skógfjóla
Vaxtarlag   Dökkir ógreindir jarđstönglar ógreindir, hnúđóttir međ blađleifum og mörgum örum eftir blađfćturnar. Ofanjarđarstöngullinn visnar alveg burt ađ hausti.
     
Lýsing   Blöđin ţunn, hjartalaga og nćr hárlaus. Blómin fjólublá međ dekkri ćđum. Blómgast í júní. 2n=40. LÍK/LÍKAR: Týsfjóla. Auđgreind frá týsfjólu á hlutfallslega breiđari, hjartalaga blöđum og bláleitari sporum sem eru mjórri í endann.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fremur sjaldgćf en nokkuđ útbreidd á fáum svćđum, sunnanverđum Reykjanesskaga, miđju Snćfellsnesi, utan til á Flateyjarskaga viđ Eyjafjörđ og norđan Reyđarfjarđar á Austfjörđum. Mjög sjaldséđ utan ţessara svćđa. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kanada, Evrópa, Marokkó, Nýja Sjáland, Rússland, N Ameríka o.v.
     
Skógfjóla
Skógfjóla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is