Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Veronica persica
Ćttkvísl   Veronica
     
Nafn   persica
     
Höfundur   Poiret, Encycl. 8 : 542 (1808)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Varmadepla
     
Ćtt   Scrophulariaceae (Grímublómaćtt)
     
Samheiti   Veronica buxbaumii Ten. Veronica byzantina (Sibth. & Sm.) Britton, Stern & Poggenb. Veronica diffusa Raf. Veronica meskhetica Kem.-Nath. Veronica precox Raf. Veronica tournefortii C.C.Gmel.
     
Lífsform   Einćr jurt
     
Kjörlendi   Vex hér viđ jarđhita á stöku stađ
     
Blómlitur   Ljósblár
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.05-0.25 m
     
 
Vaxtarlag   Stönglar greindir međ sljósgrćnum blöđum. Blómleggirnir lengri en blöđin. 5-25 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin eru kringluleit og gróftennt. Ber heiđblá blóm á löngum grönnum leggjum, krónan 8-10 mm í ţvermál. Hýđiđ breitt međ stóru skarđi ofantil, kirtilhćrt og greinilega strengjótt. Blómgast í júlí. 2n=28
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćf tegund, ađ uppruna slćđingur, sem hefur fundizt hér og hvar viđ jarđhita á Suđur- og Suđvesturland og í Reykavík. Hún virđist heldur á undanhaldi og er horfin af sumum stöđum sem hún hafđi áđur lagt undir sig. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, Azerbaijan, Bhutan, Bolivia, Braziía, Evrópa, Kína, Kanada, Kolombia, Costa Rica, Ecuador, Ethiopia, Indland, Jamaica, Japan, Líbanon, Mexico, Marocco, Nýja Sjáland, Nýja Gínea, Perú, Rússland, Taivan, N Ameríka.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is