Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Viola epipsila
Ćttkvísl   Viola
     
Nafn   epipsila
     
Höfundur   Ledeb., Index Sem. Horti Dorpat. : 5 (1820)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Birkifjóla (Kjarrfjóla)
     
Ćtt   Violaceae (Fjólućtt)
     
Samheiti   Viola suecica Fries
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í deiglendi á grösugum völlum, grasmóum og kjarrlendi.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.04-0.15 m
     
 
Birkifjóla (Kjarrfjóla)
Vaxtarlag   Stönglar jarđlćgir og uppfrá ţeim vaxa blóm og blöđ, 4-10 (-15) sm á hćđ.
     
Lýsing   Laufin stilklöng, oftast gishćrđ á neđra borđi eđa báđum megin. Blađkan grunnbogtennt, breiđhjartalaga. Blómin lútandi, ljósfjólublá, oft međ áberandi dökkum ćđum, sporinn samlitur krónunni. Krónan einsamhverf. Bikarblöđin snubbótt, grćn, međ ljósum himnufaldi. Ein frćva og fimm rauđbrúnir frćflar. Aldiniđ ţrístrent hýđi sem klofnar í ţrjá geira viđ ţroskun. Örsmá forblöđ ofarlega á blómstönglinum. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Birkifjóla er mjög lík mýrfjólu. Auđgreindar hvor frá annarri á ţví ađ tvö forblöđ á blómstilk eru fyrir ofan miđju stönguls birkifjólunnar og blöđ hennar eru hjartalaga og gishćrđ á neđra borđi.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fremur sjaldgćf en er ţó allvíđa á landrćna svćđinu á austanverđu Norđurland og á Hérađi. Ófundin utan ţess. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Skandinavía, Ţýskaland, Mexíkó, Pólland, Rúmenía, N Ameríka.
     
Birkifjóla (Kjarrfjóla)
Birkifjóla (Kjarrfjóla)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is