Jón Helgason - úr ljóđinu Á Rauđsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Phyllodoce caerulea
Ćttkvísl   Phyllodoce
     
Nafn   caerulea
     
Höfundur   (L.) C. Bab.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bláklukkulyng
     
Ćtt   Ericaceae (Lyngćtt)
     
Samheiti   Basionym: Andromeda caerulea L.
     
Lífsform   Dvergrunni (sígrćnn)
     
Kjörlendi   Vex í mólendi og lyngdćldum. Sjaldgćf.
     
Blómlitur   Rauđfjólublár
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.08-0.15 m
     
 
Bláklukkulyng
Vaxtarlag   Ein af fegurri og sérstćđari jurtum landsins. Sígrćnn smárunni, oftast um 8-15 sm á hćđ en stundum meir. Stönglar uppsveigđir, marggreindir og ţéttblöđóttir, trékenndir neđan til.
     
Lýsing   Blöđin sígrćn, 4-7 mm á lengd en 1 mm á breidd, striklaga, snubbótt, međ örsmáum tannörđum á blađjöđrum. Jađrar blađa niđurorpnir og mćtast viđ miđrákina á neđra borđi. Blómleggir og bikar eru dumbrauđir og kirtilhćrđir. Blómin sitja 2-5 saman á 1-3 sm löngum leggjum á endum greinanna. Krónan rauđfjólublá međ 5 örstutta krónuflipa. Hún er samblađa, klukkulaga, nokkuđ belgvíđ en ţrengri í opiđ, 7-9 mm á lengd en 4-5 mm í ţvermál. Bikarblöđin dökkrauđ, 3-4 mm á lengd, kirtilhćrđ, langţríhyrningslaga, ydd. Blómgast í júní-júlí. 2n=24. LÍK/LÍKAR: Krćkilyng. Bláklukkulyngiđ líkist ţví mjög óblómgađ, blöđin ţó heldur grófari, en í blóma er ţađ auđţekkt.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Allvíđa á útskögunum beggja megin Eyjafjarđar, einnig fundiđ á Tjörnesi, viđ Lođmundarfjörđ og Borgarfjörđ fyrir austan. Ófundiđ annars stađar. Önnur náttúruleg heimkynni: Pólhverf međ eyđum ţó; t.d. Grćnland, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Asía, Alaska, Japan, Kórea, Rússland..
     
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Bláklukkulyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is