Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Minuartia biflora
Ćttkvísl   Minuartia
     
Nafn   biflora
     
Höfundur   (L.) Schinz. & Thell., Bull. Herb. Boissier ser. 2, 7: 404. 1907.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallanóra
     
Ćtt   Caryophyllaceae (Hjartagrasaćtt)
     
Samheiti   Alsine biflora (L.) Wahlenb. Lidia biflora (L.) A Stellaria biflora L.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í deigum holtum og í rökum moldarflögum oftast til fjalla og heiđa.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.01-0.07 m
     
 
Fjallanóra
Vaxtarlag   Smávaxin fjölćr jurt, sem vex í litlum, ţéttum ţúfum. Stönglar stuttir og grófir, kirtilhćrđir og dúnhćrđir, 1-7 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin mjólensulaga eđa striklaga, gagnstćđ. Blómin hvít, yfirleitt eitt eđa tvö á stöngulendum, 4-6 mm í ţvermál, blómleggir alltaf stutthćrđir. Krónublöđin útstćđ, á lengd viđ bikarblöđin eđa ađeins lengri. Bikarblöđin ţrítauga, snubbótt, grćn. Frćflar 10, frćvan oftast međ ţrem til fjórum stílum. Aldiniđ klofnar í ţrjár til fjórar tennur viđ ţroskun. Hýđiđ oftast helmingi lengra en bikarinn. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Melanóra & Langkrćkill. Fjallanóran ţekkist frá melanóru á ţví ađ hún er alveg grćn (ekki móbrún eins og melanóran) og á ţví ađ bikarblöđin eru ávöl í endann en ekki oddhvöss eins og á melanóru. Ţekkist frá Langkrćkli á stćrri blómum, lengri bikarblöđum og ţrem stílum í stađ fimm.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Víđa til fjalla um meirihluta landsins, ţó sjaldséđ á Suđvestur- og Suđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.:
     
Fjallanóra
Fjallanóra
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is