Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Pseudorchis straminea ssp. straminea
Ćttkvísl   Pseudorchis
     
Nafn   straminea
     
Höfundur   (Fernald) Soó
     
Ssp./var   ssp. straminea
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hjónagrös
     
Ćtt   Orchidaceae (Brönugrasćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex á heiđum, í mýrlendi, grösugum móum, skýldum bollum og brekkum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.15-0.25 m
     
 
Hjónagrös
Vaxtarlag   Rótarhnýđin klofin í sívalar, niđurmjóar greinar. Stönglar ţrí- til fimmblađa, 2-5 mm í ţvermál og 15-25 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin stakstćđ, gulgrćn, heilrend, beinstrengjótt, slétt og gljáandi á efra borđi. Efstu blöđin háblađkennd, ydd og lensulaga. Neđri blöđin öfugegglaga eđa nćr lensulaga en nálega ćtíđ breiđust ofan viđ miđju, 3-8 sm á lengd og um 1-2 sm á breidd. Blómin eru í nokkuđ ţéttum, axleitum klasa á stöngulendanum. Blómin smá, gulhvít og sćtilmandi. Klasinn sívalur, jafngildur og blómin snúa meira og minna öll í sömu áttina. Blómhlífin sexblađa og varaskipt. Efri vörin samsett af 5 blöđum sem öll, eru óskert, oddbaugótt eđa lensulaga en neđri vörin er mynduđ af einu ţríflipuđu blađi. Blómin eru yfirsćtin, og frćvan ţví undir blómhlífinni, grćn og snúin. Stođblöđin lengri en egglegiđ. Bjúglaga, nokkuđ víđur spori stendur niđur úr blómhlífinni, sporinn um einn ţriđji af lengd egglegsins. Blómgast í júní-júlí. 2n = 40, 42. LÍK/LÍKAR: Friggjargras. Hjónagras ţekkist á ţríflipuđu blađi neđri varar, smćrri blómum í fíngerđari blómskipan og á nokkuđ einhliđa og jafnmjóum klasa. Auk ţessa má geta ađ laufblöđ hjónagrass eru hlutfallslega breiđari miđađ viđ lengd og mjög glansandi á efra borđi.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algengt, einkum á Norđur- og Austurlandi, heldur fátíđari á Suđur- og Vesturlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Kanada, Grćnland, Mexíkó, Noregur, Svíţjóđ, Nýfundnaland, Labrador ov.
     
Hjónagrös
Hjónagrös
Hjónagrös
Hjónagrös
Hjónagrös
Hjónagrös
Hjónagrös
Hjónagrös
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is