Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Diphasiastrum alpinum
Ættkvísl   Diphasiastrum
     
Nafn   alpinum
     
Höfundur   (L.) J. Holub, Preslia 47: 107 (1975)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Litunarjafni
     
Ætt   Lycopodiaceae
     
Samheiti   Diphasium alpinum (L.) Rothm. Lycopodium alpinum L.
     
Lífsform   Fjölær gróplanta
     
Kjörlendi   Vex í grýttum jarðvegi innan um lyng og hrís eða í bollum og snjódældum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Gróbær í ág.-sept.
     
Hæð   0.08-0.15 m (jarðl. greinar allt að 0.5 m)
     
 
Litunarjafni
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Sígræn jurt, með langa, jarðlæga, ljósgræna, blöðótta stöngla með uppréttum eða uppsveigðum, marggreindum greinum, 8-50 sm á lengd. Uppréttar greinar verða gjarnan 8-15 sm en jarðlægir stönglar eru oft allt að 50 sm eða lengri. Blöðin dökkgræn og bládöggvótt, kúpt utan, smá, lensulaga og heilrend, sljóydd, aðlæg með aðsveigðum jöðrum svo sprotarnir virðast grennri en á hinum jöfnunum, 3-4 mm á lengd og oftast í fjórum jöfnum röðum. Gróhirslur í öxlum sérstakra gróblaða sem standa í gróöxum efst á uppréttum greinum. Gróblöðin flöt, oddmjó og breiðfætt, með óreglulega tenntum jaðri, hvert með eina gróhirslu í blaðöxlinni. Sjaldan gróbær, og þá í ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Var fyrrum notaður til litunar, aðallega með öðrum litagjöfum. Hefur að öðru leyti líka verkun og lyngjafni". (Ág.H.)
     
     
Útbreiðsla   Algengur eða allvíða á norðanverðu landinu en sjaldgæfur sunnanlands. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk (pólhverf), Norðurhvel; Evrópa, Asía, N Ameríka
     
Litunarjafni
Litunarjafni
Litunarjafni
Litunarjafni
Litunarjafni
Litunarjafni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is