Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Diapensia lapponica
Ættkvísl   Diapensia
     
Nafn   lapponica
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 141 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallabrúða
     
Ætt   Diapensiaceae (Fjallabrúðuætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í grýttum, fremur rökum lyngjarðvegi uppi á brúnum eða bungum hátt til fjalla.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.04-0.08 m
     
 
Fjallabrúða
Vaxtarlag   Lágvaxin, fjölær jurt sem vex alltaf í mjög þéttum, hvelfdum þúfum. Blaðstönglar margir saman á sömu rót, greinóttir og blaðþéttir, uppréttir eða uppsveigðir.
     
Lýsing   Blöðin sígræn, stinn og gljáandi í þéttum hvirfingum, oft á mörgum, blómlausum blaðsprotum, heilrend, aflöng eða spaðalaga, snubbótt, fremur þykk og leðurkennd, hárlaus og með niðurbeygðum jöðrum, 5-10 mm á lengd. Blöðin oft meira eða minna dumbrauð á litinn með grænu ívafi. Blómin fimmdeild, hvít, 10-12 mm í þvermál og stök á stöngulendum á gulgrænum blómleggjum. Krónublöð um 1 sm á lengd. Bikarblöðin snubbótt, gulgræn eða rauðmenguð með mjóum himnujaðri. Fræflar 5 og ein þríblaða fræva með löngum stíl. Aldin hýði, með mörgum smáum fræjum. Blómgast í júní-júlí. 2n = 12. LÍK/LÍKAR: Í raun engar. Þó geta blöðin minnt á blöð sauðamergs (auðvelt að aðgreina í blóma) og blómin eru lík blómum þúfusteinbrjóts, en frá honum er fjallabrúðan auðþekkt á blöðunum.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9 HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Fjallabrúðan hefur mjög sérstæða útbreiðslu á Norðurlandi og finnst einkum í 700-800 m hæð í fjöllum nærri ströndinni. Nýlega hefur hún fundist á Skagafjarðarhálendinu langt inni í landi. Ekki í öðrum landshlutum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, arktísk; Grænland, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Asía.
     
Fjallabrúða
Fjallabrúða
Fjallabrúða
Fjallabrúða
Fjallabrúða
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is