Voriđ góđa, grćnt og hlýtt (Heinrich Heine, ţýđing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Cornus suecica
Ćttkvísl   Cornus
     
Nafn   suecica
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl., 118. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skollaber
     
Ćtt   Cornaceae (Skollabersćtt)
     
Samheiti   Chamaepericlymenum suecicum (L.) Asch. & Graebn.
     
Lífsform   Dvergrunni
     
Kjörlendi   Vex í móum, hlíđakinnungum og drögum og einnig innan um lyng og kjarr, oftast í ţéttum breiđum, en taliđ fremur sjaldgćft á landsvísu.
     
Blómlitur   Svarblár - áberandi hvít háblöđ
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.05-0.20 m
     
 
Skollaber
Vaxtarlag   Lágvaxinn runni, 5-20 sm á hćđ. Upp af trékenndum, skriđulum jarđstöngli međ himnukenndum lágblöđum vaxa uppréttir, ógreindir (stundum greindir efst), ferstrendir stönglar.
     
Lýsing   Laufblöđin eru gagnstćđ, oddbaugótt eđa egglaga, 1,5-2,5 sm á lengd, ydd í endann, virđast bogstrengjótt eins og hin hvítu háblöđ. Blöđin gagnstćđ međ ađklemmdum hárum á efra borđi. Blómin eru mjög lítil, ósjáleg og dökkfjólublá eđa nćr svört blóm sem, um 20 samtals, örsmá, stuttstilkuđ í sveip á stöngulendum. Blómhlífin er ađeins 1-2 mm í ţvermál, bikarinn samblađa, klukkulaga, međ fjórum v-laga sepum. Krónublöđin svarfjólublá međ fjórum krossstćđum, afturbeygđum sepum. Blómleggirnir međ hvítum, ađlćgum hárum. Fjögur efstu laufblöđin eru aftur á móti falleg, áberandi og einkennandi fyrir tegundina. Ţau hafa ummyndast í hvít reifablöđ međ rauđum bletti í endann. Ţau líkjast krónublöđum og lađa skordýr ađ blóminu til ađ sjá um frćvun. Frćflar fjórir međ gulhvíta frjóknappa. Ein frćva međ dökkum stíl sem stendur upp úr blóminu. Frćva verđur ađ allstóru, fagurrauđu beri (steinaldini) viđ ţroska. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   Löglegt nafn er Chamaepericlymenum suecicum (L.) Asch. & Graebn. í HKr and Vascular Plants of Russia and Adjacent Countries as of 26.10.96. Allir ađrir gagnagrunnar halda gamla nafninu (Cornus suecica) enn sem komiđ er.
     
     
Útbreiđsla   Fremur sjaldgćft, vex á smáblettum, einkum á Vestfjörđum, útskögum viđ Skagafjörđ og Eyjafjörđ, og á norđanverđu Snćfellsnesi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: NV N Ameríka, N Evrópa (Skandinavía og Bretland) og á örfáum stöđum í Asíu.
     
Skollaber
Skollaber
Skollaber
Skollaber
Skollaber
Skollaber
Skollaber
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is