Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Carex nardina
Ćttkvísl   Carex
     
Nafn   nardina
     
Höfundur   Fries, Novit. Fl. Suec. Mant. 2: 55. 1839.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Finnungsstör
     
Ćtt   Cyperaceae (Stararćtt)
     
Samheiti   Carex elyniformis A. E. Porsild; C. hepburnii Boott; C. nardina var. atriceps Kükenthal; C. nardina subsp. hepburnii (Boott) Á. Löve, D. Löve & B. M. Kapoor; C. nardina var. hepburnii (Boott) Kükenthal; C. stantonensis M. E. Jones
     
Lífsform   Fjölćr grasleitur einkímblöđungur
     
Kjörlendi   Vex á melum hátt til fjalla. Víđa á fjöllum á norđurlandi og á miđhálendinu. Mjög sjaldgćf eđa ófundin annars stađar.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.03 - 0.08 m
     
 
Vaxtarlag   Mjög smávaxin stör, 3-8 sm á hćđ og vex í ţéttum, hörđum toppum og ţúfum, oft allstórum. Stráin slétt og nćrri ţví sívöl, bein eđa ađeins bogsveigđ, oft styttri en blöđin.
     
Lýsing   Blöđin ţráđmjó, sívöl neđan til og grópuđ, flest meira eđa minna bogsveigđ, ţrístrend í endann, oft á hćđ viđ eđa hćrri en axiđ. Oftast međ einu, stuttu axi, sjaldnar tveim. Axiđ egglaga, brúnt međ ţrem til fimm karlblómum efst og ţrem til sjö kvenblómum neđantil Frćnin tvö. Axhlífar ljósbrúnar - dökkbrúnar, himnukenndar. Hulstrin ljósbrún, upprétt og mjókka jafnt upp í trjónu, egglaga, gistauga og dálítiđ snörp á röndunum, sljóţrístrend, lengri og miklu mjórri en axhlífarnar. Oft er töluvert af visnuđum blöđum og sprotum í ţúfunum. Blómgast í júlí. 2n = 68, 70. LÍK/LÍKAR: Engar, minnir óblómguđ á smávaxiđ ţursaskegg en er auđţekkt í blóma.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357352
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćf, finnst á háfjöllum viđ Eyjafjörđ og á hálendinu norđan Vatnajökuls og Hofsjökuls. Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Grćnland, N Ameríka, Evrópa, Asía.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is