Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Botrychium simplex
Ættkvísl   Botrychium
     
Nafn   simplex
     
Höfundur   E. Hitchc., Amer. J. Sci. Arts 6: 103. 1823.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dvergtungljurt
     
Ætt   Ophioglossaceae (Naðurtunguætt)
     
Samheiti   Botrychium kannenbergii Klinsm. Botrychium reuteri Payot
     
Lífsform   Fjölær gróplanta
     
Kjörlendi   Þurr móabörð og grasi grónar hlíðar.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí-ág.
     
Hæð   0.01 - 0.05 m
     
 
Dvergtungljurt
Vaxtarlag   Afar smávaxin og mjög sjaldgæf tegund.
     
Lýsing   Grólausi blaðhlutinn stilkstuttur, nær stofnstæður. Blaðkan einföld en þó stundum flipótt eða með aðeins einu smáblaðpari. Gróbæri hlutinn mjósleginn á löngum legg, 1-5 sm á hæð. 2 n =90. "Tvö afbrigði hafa verið staðfest hér, var. simplex og var. tenebrosum (A.A. Eaton) R.T. Clausen, renglutungljurt. Afbrigðið var. simplex er allvíða meðfram suðausturströnd landsins í snöggu, sendnu graslendi, sjaldgæft annars staðar. Hitt afbrigðið, var. tenebrosum vex allvíða um suðaustanvert landið frá Meðallandi austur í Suðursveit, og einnig sunnan á Reykjanesskaganum. Annars staðar sjaldgæft" (H. Kr.)
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   9, HKr., http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200002879
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Sjaldgæf. Aðeins fundin á örfáum stöðum sunnanlands. Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa, N Ameríka.
     
Dvergtungljurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is