Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Botrychium boreale
Ćttkvísl   Botrychium
     
Nafn   boreale
     
Höfundur   J. Milde, Bot. Zeitung. 15(51): 880. 1857.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mánajurt (mánagras)
     
Ćtt   Ophioglossaceae (Nađurtungućtt)
     
Samheiti   Botrychium crassinervium var. obtusilobum Rupr.
     
Lífsform   Fjölćr gróplanta
     
Kjörlendi   Vex í graslendi, grasmóum og grasivöxnum börđum til fjalla. Sjaldgćf, heldur algengari norđanlands en sunnan.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Gróbćr í júlí-sept.
     
Hćđ   0.06 - 0.15 m
     
 
Mánajurt (mánagras)
Vaxtarlag   Örstuttur, uppréttur jarđstöngull međ einu blađi sem greinist ofan til í tvo hluta, laufblađkenndan hluta međ fjađurskiptri blöđku og gróbćran hluta međ klasa af gróhirslum.
     
Lýsing   Blađkan međ skertum smáblöđum og greinilegum miđstreng, 2-5 sm á lengd. Blađfliparnir nćrri tígullaga og snubbóttir. Neđstu blöđkur um 1-1,5 sm á lengd og álíka breiđar. Grólausi blađhlutinn gulgrćnn, uppréttur og ţríhyrndur. Gróbćri blađhlutinn leggstuttur, 3-5 sm á hćđ. Gróhirslurnar hnöttóttar, um 1 mm í ţvermál, opnast međ rifu ţvert ofan í kollinn. Gróbćr í júlí-sept. LÍK/LÍKAR: Lensutungljurt. Lensutungljurtin ţekkist best frá mánajurt á lengri og reglulega fjađursepóttum smáblöđum.
     
Jarđvegur   Kýs fremur rakan en ţó vel framrćstan jarđveg.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=233500273;http://www.bio.net/bionet/mm/plantbio/1998-September/018460.html
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćft, algengari ţó á norđurlandi. Fundin á víđ og dreif um norđurhelming landsins suđur ađ Arnarfellsbrekku viđ Hofsjökul. Native elsewhere: N Ameríka, Evrópa, Asía
     
Mánajurt (mánagras)
Mánajurt (mánagras)
Mánajurt (mánagras)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is