Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Blechnum spicant
Ættkvísl   Blechnum
     
Nafn   spicant
     
Höfundur   (L.) Roth, Ann. Bot. (Usteri) 10 : 56 (1794)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skollakambur
     
Ætt   Blechnaceae (Skollakambsætt)
     
Samheiti   Acrostichum spicant (L.) Willd.; Blechnum boreale Sw.; Lomaria spicant (L.) Desv.; Osmunda borealis Salisb.;
     
Lífsform   Fjölær burkni
     
Kjörlendi   Vex í urðum og hlíðum, snjódældum og gilskorningum einkum neðan til í fjöllum. Vex yfirleitt aðeins í snjódældum þar sem snjóþungt er á láglendi.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Gróbær síðla hausts (gró ná ekki alltaf að þroskast)
     
Hæð   0.15 - 0.35 m
     
 
Skollakambur
Vaxtarlag   Stuttir, stinnir, uppréttir jarðstönglar með dökku hreistri og fremur fáum gulgrænum, sígrænum blöðum, gróbærum og grólausum, 15-35 sm á hæð, þar af er stilkur blöðkunnar aðeins 1/5 - 1/4 hæðar, nema á gróbæru blöðunum þar sem hann getur verið helmingur hæðarinnar. Breiðist hægt út með jarðrenglunum.
     
Lýsing   Blöðin á stuttum, hreistruðum stilkum og vaxa upp af sterklegum jarðstönglum. Grólausu blöðin fjaðurskipt eða djúpflipótt, með 30-45 heilrendum, ofurlítið odddregnum bleðlum hvorum megin. Bleðlarnir 1-2 sm á lengd en 2-4 mm á breidd, lengstir um miðju blöðkunnar. Gróbæru blöðin frábrugðin, eins og tvíhliða kambur, uppréttari og með mjórri flipum (um 1 mm). Eftir endilöngum flipum gróbæru blaðanna liggja tveir striklaga gróblettir, sem vaxa að lokum saman og þekja allt neðra borð flipanna. Gróblöð ná þó ekki alltaf að þroskast. 2 n = 68. LÍK/LÍKAR: Skjaldburkni. Skjaldburkninn er auðþekktur frá skollakambi á tenntum smáblöðum. Tunguskollakambur (Blechnum spicant var. fallax) er afbrigði af skollakambi sem vex á jarðhitasvæðum. Hann er mun smærri og bæði gróbæru og grólausu blöðin eru mjög stilkstutt og næstum eins, aðeins 2-10 sm á hæð. Afar sjaldséður, en hefur t.d. fundist við Deildartunguhver.
     
Jarðvegur   Líkar best við fremur frjóan, léttsúran jarðveg með jöfnu rakastigi og góðri framræslu í sól-hálfskugga.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200004244
     
Reynsla   The Hard Fern generally occurs only in snowbeds in districts with heavy snowfalls in the lowland. The only exception is a variety (B. spicant var. fallax) growing in thermal areas. These plants are smaller, the sterile and fertile leaves both of same type.
     
     
Útbreiðsla   Fremur sjaldgæfur og finnst varla á suðurlandi en er hér og þar í öðrum landsfjórðungum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Japan og N Ameríka.
     
Skollakambur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is