Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Alchemilla filicaulis subsp. vestita
Ættkvísl |
|
Alchemilla |
|
|
|
Nafn |
|
filicaulis |
|
|
|
Höfundur |
|
Buser |
|
|
|
Ssp./var |
|
subsp. vestita |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Buser) M.E. Bradshaw, Watsonia 5(5): 305. 1963 |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hlíðamaríustakkur |
|
|
|
Ætt |
|
Rosaceae (Rósaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Alchemilla colorata auct.; Alchemilla vestita (Buser) Raunk.; Alchemilla vulgaris subsp. minor (Huds. ex Briq.) E.G.Camus; Alchemilla vulgaris subsp. vestita (Buser) O.Bolòs & Vigo; Alchemilla vulgaris subsp. vestita (Buser) Murb.; Alchemilla vulgaris subsp. vestita (Buser) Á.Löve & D.Löve; Alchemilla filicaulis f. vestita Buser; |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í margs konar gróðurlendi, t.d. í graslendi, í skjólgóðum hvömmum, bollum, grónum hlíðum og lækjargiljum. Þolir hálfskugga. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Ljósgrænn-gulgrænn |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Meðalhár, hærður, fjölæringur sem vex í þéttum brúskum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöð áberandi stór, kringlulaga, skipt að 1/3 í 9-11, ávala, hvasstennta sepa, blöð aðeins gishærð og axlablöð venjulega með purpurarauða slikju. Bugurinn við blaðstilkinn breiður og opinn. Blaðstilkarnir eru með útstæðum hárum.
Blómin ljósgræn-gulgræn, smá eða aðeins 2-3 mm, í þéttum skúfi. Blómbotn gishærður, blómleggir með útstæðum hárum. Blómgast í júní-júlí.
Er undir syn.: Alchemilla vestita (Buser) Raunk in HKr.
Hlíðamaríustakkinn (A. filicaulis ssp. vestita) má þekkja á þétthærðum blaðstilkum og útstæðum hárum á stönglum og blómleggjum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Ýmiskonar en kýs helst fremur léttan, frjóan og vel framræstan jarðveg. |
|
|
|
Heimildir |
|
9, (MB CG 1992) |
|
|
|
Reynsla |
|
Takist áður en blómstrar, hann er styrkjandi, græðandi og barkandi. Hann er góður móti alskonar blóðlátum, lífsýki og blóðsótt. Te af blöðunum drekkist fullur kaffibolli í senn 4 sinnum á dag. Blöðin smáskorin soðin með smjöri er bests sinasmyrsli. Maríustakkurinn er ágætt meðal að leggja í holdfúa sár, það hreinsar þau og græðir, í seyði hans er gott að barka skinn. (GJ) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Nokkuð víða um land allt. (skoða útbreiðslu betur)
Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa, Grænland, Labrador, N Ameríka |
|
|
|
|
|