Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Agrostis capillaris
Ćttkvísl   Agrostis
     
Nafn   capillaris
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 1: 62. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hálíngresi
     
Ćtt   Poaceae (Grasaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr grastegund
     
Kjörlendi   Vex á margskonar ţurrlendi, í lautum, grasbollum hvömmum, kjarrlendi og í túnum.
     
Blómlitur   Punturinn rauđbrúnn, bláleitur eđa dökkfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.20 - 0.70 m
     
 
Vaxtarlag   Jarđstöngullinn stuttur og međ stuttum renglum, en mörgum fremur gisstćđum blađsprotum. Stráin uppsveigđ eđa alveg upprétt, grönn en stinn, hárlaus og blöđótt langt upp eftir. 20-80 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin snörp á efra borđi, öll blöđin flöt, 2-4 mm á breidd. Stráin blöđótt langt upp eftir stönglinum. Slíđurhimnan örstutt, ţverstífđ, 0,5-1 mm á lengd, ţćr efstu stundum lengri. Punturinn gisinn, fíngerđur, rauđbrúnn, bláleitur eđa dökkfjólublár, sjaldan ljós, međ mjúkum og skástćđum greinum, 8-16 sm á lengd. Öll smáöxin einblóma. Axagnirnar fjólubláleitar eđa rauđbrúnar, ein- eđa ţrítauga, hvelfdar eđa međ snörpum kili, 3-3,5 mm á lengd. Blómagnir hvítar og mun styttri. Neđri blómögnin tvöfalt lengri en sú efri, týtulaus eđa međ stuttri baktýtu. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Annađ língresi. Hálíngresiđ hefur stćrri punt, en eitt öruggasta einkenniđ er hin örstutta slíđurhimna.
     
Jarđvegur   Vex viđ mjög breytilegar ađstćđur í náttúrunni en algengari ţar sem raki er til stađar.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=242301747
     
Reynsla   Grasnytjar.
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt, utan ţurrustu hluta norđan Vatnajökuls, og ţá helst í hlíđabollum og skóglendi. Önnur náttúruleg heimkynni: Kína, Afghanistan, V Rússland, N Afríka, SV Asía, (Kákasus, Tyrkland) og einnig ílend í N Ameríku og öđrum löngum í temprađa beltinu.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is