ŮurÝ­ur Gu­mundsdˇttir - RŠtur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Alpa■yrnir (Eryngium alpinum)

Alpaþyrnir hefur löngum verið eftirsótt garðplanta hér á landi og haft það orð á sér að vera "fögur og tilkomumikil" jurt. Aldrei hefur hann þó náð því að verða algengur í görðum a.m.k. ekki hér syðra en norðanlands hefur hann víða verið ræktaður um áratuga skeið. Í mínum garði í Kópavogi hefur hann þrifist með ágætum eitthvað á þriðja ártug og eignast marga aðdáendur.

Alpaþyrnir er af sveipjurtaættinni en þykir lítt sverja sig í hana enda eru sumir ættingjar hans ærið stórskornir, til að mynda skessujurt og risahvönn.

Hæð alpaþyrnisins getur verið nokkuð breytileg eftir aðstæðum, algengust 60-80 sm. Stönglarnir eru oft bláleitir, vel stinnir fullvaxnir, og nokkuð greindir, blöðin hjartalaga allstór með tenntar brúnir, þau efstu mun smærri og blámenguð. Aðalskraut plöntunnar eru blá, stór og geislandi bikarblöðin, - þau Alpaþyrnir (Eryngium alpinum)sitja þétt utanum sjálfan blómkollinn, sem er nær svartur á lit. Að jafnaði hefst blómgunin um miðjan júlí og ef sæmilega viðrar getur hún staðið æði langt fram á haustið. Blómin bera það með sér að þau henta vel til þurrkunar og þannig má nota þau á ýmsa vegu, bæði í vasa og hverskyns skreytingar og geta þá enst mánuðum eða jafnvel misserum saman án þess að láta á sjá. til þess að fá beina og fallega leggi þarf að fylgjast vel með plöntunni í uppvextinum og veita henni stuðning ef með þarf. Þegar blómin eru tekin til þurrkunar er gott að láta þau ýmist hanga niður eða standa upprétt, ef þannig er að farið heldur blómlögunin sér hvað best.

Vart getur alpaþyrnir talist vandlátur hvað jarðveg snertir, þó kann hann vel að meta létta, sandblandna, kalkauðuga mold. Honum þarf upphaflega að velja stað þar sem hann getur verið til frambúðar því hvers kyns hnjask og flutning þolir hann illa og hafa ber í huga að hann er sólelskur í meira lagi.

Alpaþyrnir þroskar hér fræ en misvel hefur tekist að láta það spíra og ekki veit ég til að mikil brögð séu að því að sjálfsáinna plantna af honum verði vart í görðum hér á suðurlandi, hins vegar veit ég mörg dæmi þess t.d. á Akureyri.

Unnt er að fjölga alpaþyrni með skiptingu en það þarf að gera með mikilli gætni svo fljótt sem mögulegt er að vorinu.

Ef til vill má segja að alpaþyrnir sé ekki með allra auðræktuðustu garðplöntum en hann er sannarlega þess virði að svolítið sé við hann dekrað hann launar það vissulega.

TEXTI: ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR

Mynd BSt.

Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is