Jˇn Helgason - ˙r ljˇ­inu ┴ Rau­sgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Spjaldskrßr Lystigar­sins

Spjaldskrár garðsins eru margar og miklar að vöxtum. 1988 var byrjað slá upplýsingum úr eldri spjaldskrám garðsins inn í tölvu og síðan hefur stöðugt bæst við þær. Öll beð garðsins eru einnig teiknuð upp á hverju ári enda mikið um breytingar, sérstaklega í fjölæringabeðunum.

Vinna við spjaldskrár.

Mjög mikil árleg vinna er við yfirferð og skráningu upplýsinga í tölvu um einstakar tegundir í garðinum. Þessi vinna fer fram að vetri en upplýsingar og breytingar eru skráðar í fjölmargar mismunandi vinnumöppur að sumri. Það sem skráð er árlega í spjaldskrár garðsins er m.a.

1. Skráð er í pantanaskrá þegar fræ berast frá þeim görðum sem við eigum viðskipti við á hverjur ári. Þá þarf m.a. að skrá latneskt nafn, hver skírði plöntuna, hvaðan plantan kom, númer í frælista, uppruna (náttúrulegan), hæð, hverskonar planta t.d. tré, runni, fjölær, laukur og margar fleiri upplýsingar. Síðan eru þessar tegundir fluttar úr pantanaskrá í sáningarskrá þegar þeim er sáð, hvort sem það er að vori eða hausti. Skráð er hvenær plöntum var sáð og hvenær þær spíruðu (farið yfir sáningarbók). 1500-2000 skráningar. Skráð er dagsetning sáningar og eins dagsetning spírunar. Úr sáningarskrá eru plöntur síðan fluttar í aðalspjaldskrá garðsins þar sem unnið er frekar við að skrá ýmsar upplýsingar um hverja tegund fyrir sig og leita að upplýsinugum sem ekki fundust við fyrstu yfirferð.

2. Skráð er dreifsetning (priklun) smáplantna, þ.e. allra þeirra sem hafa verið í uppeldi á árinu. 600-700 skráningar. Skráð er dagsetning dreifsetningar og athugasemdir ef þurfa þykir.

3. Skráð er hvaða plöntum hefur verið hent úr sáningu. Þau spjöld tekin úr spjaldskrá. Oftast detta u.þ.b. 300 - 500 stk. úr af eldri sáningum sem alls ekki hafa náð að spíra einhverra hluta vegna. Fræ eru óþroskuð og algengt er að rangar tegundir komi upp og er þeim þá yfirleitt hent.

4. Skráðar eru allar tegundir sem dáið hafa í reitum, sólreitum, körmum og í gróðurhúsi og þær felldar út af viðkomandi beðaskrám og settar í sérstaka dánarskrá. 400-500 tegundir (stundum fleiri) leggja upp laupana árlega á sínum fyrstu árum.

5. Skráðar eru allar tegundir sem eru í uppeldi í sólreitum og í hvaða reit þær eru (ca. annað hvert ár). Það er gert til að sjá nákvæmlega hvað er til á lífi og eins til að auðveldara verði að ganga að þeim tegundum vorið eftir. Oftast eru vel á annað þúsund tegundir í körmum og bíða þess að komast út í garðinn.

6. Skráðar eru allar breytingar í tilraunareitum á reitasvæði. Á því svæði eru fyrst og fremst tré og runnar á mismunandi aldri. Skráð er í leiðinni hvernig þær tegundir hafa staðið sig á hverju ári. Þar má nefna kal á trjám og runnum en um fjölæru plönturnar er yfirleitt látið nægja að skrá hvort þær séu lifandi eða dauðar. Oft er þó bætt inn blómlit, blómgunartíma og athugasemdum, sérstaklega ef um framúrskarandi góðar tegundir er að ræða. Nokkur hundruð tegundir eru á reitasvæðinu á ári hverju.

7. Skráðar eru allar breytingar í beðum í garðinum (beð sem yfirfarin voru sumarið áður). Skráð er hvort plöntur séu á lífi, hvort þær séu merktar, hvernig þær hafa það, kal, hvort ástæða sé til að flytja þær til í beðinu og fleira sem markvert þykir um eðli og útlit hverrar og einnar. Síðan er skráð það sem plantað er út af nýjum tegundum og hvar. Beðaskrám er í grundvallaratriðum skipt upp í þrennt. Er um að ræða fjölæringabeð sem fyrst og fremst innihalda fjölærar plöntur af mismunandi ættum. Trjáa- og runnabeð sem samanstanda fyrst og fremst af trjám og runnum og síðan er heimskautaflóran og íslenska flóran í sérbeðum.

Teikningar.

Þegar breytingar á beðum hafa verið skráðar í tölvu eru beðin skrifuð út hvert fyrir sig. Þá er komið að því að teikna upp beðin upp á nýtt eða endurnýja eldri beðateikningar. Alltaf er byrjað á ferskri skrá og hreinteiknuðum beðum á hverju vori. Hver planta er teiknuð og skráð. Fjöldi beða er mikill og mikið um breytingar í þeim. Sérstaklega á þetta við um fjölæru beðin þar sem miklar hreyfingar eru á ári hverju. Margir íbúanna deyja drottni sínum en aðrir eru gróðursettir í staðinn fyrir þá sem dóu eða er bætt inn í viðkomandi ætt. Oftast er plantað út 700 til 800 nýjum númerum á hverju ári og stundum meir ef mikið er af nýjum beðum.

Töluverð endurskipulagning hefur einnig átt sér stað á undangengnum árum. Ættir hafa verðið færðar til þvers og kruss um garðinn í þeirri von að takist að sameina ættir eins og hægt er. Sérstakir erfiðleikar er að halda saman stærstu ættunum s.s. körfublómaættinni, sóleyjarættinni, rósaættinni, steinbrjótum og prímúlum svo eitthvað sé nefnt þannig að þessar ættir hafa verðið á fleiri en einum stað í garðinum. Það kemur þó ekki svo mjög að sök þar sem garðurinn er ekki það stór að til vandræða sé. Tilfærslur af þessu tagi kalla á mikla vinnu í skráningum. Breytta staðsetningu verður að skrá þegar næsta vetur og mikilvægt er að gæta þess að allt sé rétt skráð í upphafi. Því er nauðsynlegt að fylgja útplöntun strax eftir með nákvæmri skissu af beðateikningu sem síðan er hreinteiknuð um veturinn. Samtals eru teiknuð á annað hundrað teikningar af beðum eða mismunandi beðhlutum á ári hverju. Heildarfjöldi í aðalspjaldskrá garðsins er nú á milli 11 og 12 þúsund spjöld með margvíslegum upplýsingum.

Aðrar skrár.

Í tegslum við vinnu vinnu við heildarplöntulista hefur síðan verið unninn ítarlegur gagnagrunnur um öll íslensk nöfn á tegundum garðplantna. Safnað hefur verið heimildum og reynt að samræma þær. Fyrst voru samræmd þau nöfn sem notuð hafa verið í grasagörðunum tveimur og síðan var farið í ýmsar heimildir sem komið hafa út á prenti um garðplöntur á Íslandi. Þessi listi er orðinn nokkuð ítarlegur og inniheldur nú rúmlega 8000 tegundir með íslensku nafni. Nokkur vinna er við það árlega að bæta við í listann og breyta honum og bæta eftir því sem ítarlegri upplýsingar fást um tegundir, nýjar upplýsingar um nafngiftir og þar kemur einnig inn að latnesk tegundarheiti geta breyst þegar nýjar upplýsingar koma fram.

Einnig hefur verið haldið við skrám yfir latnesk heiti ættkvísla og ætta og íslensk heiti þeirra. Ættir eru um 220 og ættkvíslar um 1700 þannig að þessar skrár eru töluvert umfangsmiklar og þarf að yfirfara reglulega.

BSt 2001

Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is