┌r ljˇ­inu BarmahlÝ­ eftir Jˇn Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Sßningar

Nýtt gróðurhús var tekið formlega í notkun í garðinum árið 1999 og er það 120 ferm. að stærð. Þar fer fram uppeldi sumarblóma, fjölæringa, trjáa og runna og annarra plantna sem reyna á í Lystigarðinum.

Sáningar.

Í janúarbyrjun hefst undirbúningur undir sáningu sumarblóma, en síðan 1999 hafa þau sumarblóm sem garðurinn þarf á að halda verið framleidd í gróðurhúsi Lystigarðsins, um 4500 plöntur árlega. Þá þarf að sótthreinsa gróðurhúsið og taka til í því. Einnig þarf að panta sumarblóm og vera nokkuð með á hreinu hvaða tegundir á að rækta og í hvað miklu magni.

Síðan er í beinu framhaldi sáning á fjölærum plöntum, trjám og runnum, burknum og fleiru sem garðinum áskotnast í gegn um fræskiptin. Fyrsta vorsáning er byggð á því að farið er í fræstaflana sem komið hafa og sorteruð út þær tegundir sem hentar að sá að vori og spíra á 1-2 mánuðum. Byrjað er á því að fara í pantanalistann sem er fyrir hendi í tölvu og fara í gegn um það hvaða ættkvíslir og tegundir eru þar. Skráð er í sérstakan dálk allt sem finnst um meðhöndlun og sáningu fræja af viðkomandi tegund. Þegar því er lokið er reynt að merkja við hverjar eiga að fara í þessa fyrstu sáningu. Yfirleitt eru það 300-400 nýjar tegundir af hinum ýmsu ættum. Á sama tíma er farið í fræstaflana sem geymdir eru í ísskáp og fræin tekin út og unnið í því að raða þeim öllum upp (þeim sem komin eru) í stafrófsröð ættkvísla og síðan tegunda innan ættkvíslanna. Búntað niður í A-B-C og svo framvegis svo auðvelt sé að finna þær sem eiga að fara í fyrstu sáningu þegar þar að kemur. Síðan er skrifaður út listi úr pantanaskránni í stafrófsröð þeirra sem fara eiga í þessa sáningu. Sá listi er tekinn og borinn saman við það sem til er sbr. áður. Fundin eru öll fræ sem eiga að fara í fyrstu sáninguna og þau tekin úr heildarpottinum.

Þessu næst eru prentað (áður skrifað) á plastmerkimiða (stungumiða/pílumiða) þar sem fram kemur hlaupandi sáningarnúmer, ætt, ættkvísl, tegund, númer hvað og hvaðan fræið kom og hvaða ár. Þegar þessum áfanga er náð er byrjað að sá. Eins og áður kom fram er mismunandi meðhöndlun fræja eftir tegundum. T.d. þarf að taka sum fræ af ertublómaætt og skrapa þau með sandpappír eða hníf og leggja þau síðan í bleyti yfir nótt til að þau þrútni og nái upp raka fyrr en ella og þ.a.l. ná þau að spíra fyrr. Þannig mætti lengi telja en reynt er að fara sem mest eftir þeim leiðbeiningum sem fundist hafa um hverja tegund. Þegar þessum 400 tegundum hefur verið sáð er þeim stillt upp í gróðurhúsi til spírunar og oft er spírun komin af stað strax í fyrstu vikunni. Seinna um vorið er síðan sáð vorsáningu 2 sem byggir á tegundum sem þurfa styttri spírunartíma (1-3 vikur). Að hausti er síðan sáð stórri haustsáningu en í henni eru fyrst og fremst þær tegundir sem þurfa kaldörvun fræja til að þau spíri (fræ þurfa að frjósa). Sú sáning er geymd í útireit yfir veturinn en síðan tekin inn snemma vors.

Vinnan í gróðurhúsinu.

Fyrst er það sótthreinsun og klipping þeirra plantna sem inni hafa verið um veturinn (sumar eru þarna að staðaldri s.s. vínviðurinn og clematis plönturnar). Síðan verður að taka til í þeim pottum og bökkum sem inni eru og er það oft nokkuð mikill fjöldi, hreinsa illgresi úr bökkum og pottum og eins af gólfinu í gróðurhúsinu.

Síðan byrjar vinnan fyrir alvöru. Prikla þarf sumarblómum þegar þau eru komin í rétta stærð. Potta þarf Dahlíum sem geymdar eru milli ára og eru oftast á bilinu 50 - 100 tegundir. Síðan þarf að potta rósum en færst hefur í vöxt að taka upp viðkvæmari rósir á haustin og geyma þær í gróðurhúsinu yfir veturinn. Að vorinu þar síðan að snyrta þær og koma þeim í ferskan ræktunarjarðveg í potta eða poka og undirbúa þær þannig fyrir sumarið.

Síðan eru sáningarnar. Fyrstu vorsáningu er sáð í lok mars eða byrjun apríl. Þegar karmar koma undan snjó eru haustsáningar teknar inn en þar eru tegundir þar sem fræ þarf að frjósa til að brjóta niður fræhvíluna (frædvalann). Það eru yfirleitt um 700 tegundir og þegar þær eru komnar inn í byrjun apríl er allt komið í fullan gang. Þá spírar ótt og títt í húsinu og skráð er jafnóðum allt sem spírar í sáningabók svokallaða. Vinna komin á fullt við dreifsetningu plantna en 2-5 stk. hverri tegund eru valin úr sáningu og þær dreifsettar strax og sáðplöntur hafa þroskað ný blöð ofan við kímblöðin. Einnig þarf nú að fylgjast með öllu reitasvæðinu, lofta sólreiti, vökva o.þ.h. en sólreitir eru margir og bæði við gróðurhús og upp á Menntaskólalóð. Þeir eru fullir af ungplöntum frá sl. 1-2 árum sem fylgjast þarf virkilega vel með.

Síðan er vorsáning 2 komin af stað og stundum vorsáning 3 ef mikið af fræi berst fremur seint eins og oft vill verða frá fjarlægari löndum eins og Rússlandi, Kína og Ástralíu svo dæmi séu tekin. Daglega umhirðu og árvekni þarf í þessu starfi til að ungplöntur drepist ekki fyrir slysni. T.d. þarf að fara á kvöldin til að loka reitum og um helgar til að taka úr sáningu og skrá það sem hefur spírað, vökva og lofta eftir þörfum.

Tekið skal fram til að fyrirbyggja misskilning að auðvitað er vinna við að sinna þeim plöntum sem eru í gróðurhúsinu allan veturinn, bæði vökvun, meindýraeftirlit og lámarksumhirða, en hún er ekki það mikil að orð sé á gerandi.

Ávinningurinn af uppeldisstarfinu er sá að Lystigarðurinn þarf sáralítið að fjárfesta í plöntum. Ef kaupa ætti allar þær tegundir sem ræktaðar eru í gróðurhúsi garðsins kostaði það aukalega um 1,5 - 2 millj. árlega, en auðvitað er meirihluti þessara tegunda hvergi fáanlegur hérlendis. Hluti þessara tegunda fara beint út í garðinn, hluti í tilraunareiti og einnig hefur garðyrkjudeild bæjarins fengið plöntur fyrir nokkur hundruð þúsund á sl. árum. Einnig hefur garðurinn lagt til meirihluta tegunda í trjáa- og runnasafn bæjarins (Arboretum Akureyrensis).

BSt 2001Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is