ŮurÝ­ur Gu­mundsdˇttir - RŠtur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
1980 - ┴stand og horfur

Lystigarður Akureyrar

- ástand og horfur

Í ár voru liðin 70 ár frá stofnun Lystigarðsfélagsins á Akureyri. Árangurinn af starfi félagsins er óþarfi að kynna fyrir bæjarbúum. Lystigarðurinn hefur verið ein höfuðprýði og stolt bæjarins og hefur hróður hans borist víða um lönd. Þeir eru ótaldir, sem þangað hafa leitað sér til ánægju, hvíldar og fróðleiks. Hvern hug bæjarbúar bera til hans má marka af því, að þangað hefur þótt sjálfsagt að leiða þjóðhöfðingja og aðra þá gesti, sem bærinn hefur viljað sýna sérstaka virðingu.

Öll mannvirki þarfnast viðhalds eigi þau ekki að hrörna og eyðileggjast. Á Þetta ekki hvað síst við um skrúðgarða. Viðhald garða er tvíþætt. Annars vegar má nefna hinn lífræna þátt. Í honum felst viðhald og endurnýjun á jurtum og trjágróðri. Hins vegar er viðhald á húsum, girðingum, gangstígum, hleðslum, leiðslum, ræsum og þessháttar. Undanfarin ár hafa fjárhagsáætlanir garðsins verið það knappar, að ekki hefur reynst unnt að halda honum í því ástandi, sem æskilegt væri. Mun ég hér á eftir gera stutta grein fyrir ástandi garðsins og hverra úrbóta er helst þörf.

Síðastliðin ár hefur megináherslan verið lögð á viðhald og uppbyggingu hins lífræna þáttar og má ástandið þar teljast gott. Trjágróður hafði að vísu um árabil ekki hlotið það viðhald, sem með þurfti, en grisjun er nú lokið í mestum hluta garðsins. Nauðsynlegt mun þó á næstu árum. að yngja upp í trjábeðum eftir því sem þörf krefur og er mikill efniviður í uppeldi í því skyni.

Þegar lýtur að viðhaldi mannvirkja er ástandið mun verra. Girðingin að sunnanverðu er í lélegu ástandi og þarfnast endurnýjunar. Komið hafa fram ítrekaðar óskir um að fá gönguhlið í norðvesturhorni garðsins. Meðan ekki hefur orðið við þeim óskum, fá girðingar í þeim hluta garðsins ekki að vera í friði.

- Frárennsli í elsta hluta garðsins eru úr sér gengin og þarf að endurnýja þau á næstu árum.

- Gangstéttar og kantsteina verður að leggja að nýju og í yngri hlutum garðsins hefur aldrei verið lokið við að leggja þá gangstíga, sem fyrirhugaðir voru. Gerir þetta að verkum, að gestir komast ekki þurrum fótum um garðinn, þegar blautt er á. Auk þess mæðir umferð vinnutækja of mikið á grasflötum og slitur þeim. Sérstaklega verður aðkallandi að leggja stíga að fyrirhuguðu hliði í norðvesturhorni.

- Elsti hluti garðsins er nær óbreyttur frá því í upphafi. Þungamiðja þess hluta er hringsvæði, þar sem núna er komið fyrir gosbrunni. Hringsvæði þetta er forfallið og krefst gagngerðrar endurnýjunar.

- Suðvestur af gosbrunninum er kerfi af smátjörnum. Vatnakerfi þetta er úr sér gengið og garðinum enginn fegurðarauki.

- Lystigarðurinn er umfram allt grasgarður. Eins og plöntusafninu er fyrirkomið, er erfitt að miðla upplýsingum um þær jurtir, sem þar vaxa. Til þess að safnið komi betur að notum, verður að endurskipuleggja það og raða upp á kerfisbundinn hátt. Mun þá verða hægt að gefa út skriflegar leiðbeiningar, sem gestir og t.d. kennarar geta haft til leiðsögu um garðinn.

- Enginn uppdráttur er til af garðinum. Stendur það i vegi fyrir skipulagsvinnu, auk þess sem uppdráttur er nauðsynlegur er gefa á út leiðbeiningapistla um garðinn.

- Í garðinum eru nokkrir litlir, úr sér gengnir skúrar, sem eru til lítillar prýði. Aðstæður eru þar langt fyrir neðan þær kröfur, sem gerðar eru til aðbúnaðar á vinnustað og engin vinnuaðstaða er í þeim yfir vetrarmánuðina. Skúrar þessir rúma ekki vélar og verkfæri garðsins, auk þess sem Þeir eru ekki þjófheldir og eru þar unnin skemmdar­verk, sem árlega valda tjóni er nemur hundruðum þúsunda króna. Það má ekki dragast lengur, að húsakostur garðsins verði endurbættur.

- Gróðurhús í garðinum er í þokkalegu ástandi, en það er orðið gamalt og ekki mun líða á löngu þangað til það krefst gagngerðra endurbóta.

Lystigarðurinn á Akureyri er sérstæður að stíl. Það hefur menningarsögulegt gildi, að ekki sé hróflað við stíl garðsins, en jafnframt verður að gera á honum þær breytingar, sem nauðsynlegar eru til þess að hann standist kröfur tímans. Eins og öll mannanna verk, sem tímans tönn hefur sett mark sitt á, þarfnast hann gagngerðra endurbóta til þess að fegurð hans komi fyllilega í ljós.

Sumarið 1987 verða liðin 75 ár frá því að hann var opnaður almenningi. Það er tillaga mín, að gerð verði 6 ára áætlun um endurbætur á garðinum og því verki lokið, þegar haldið verður upp á afmæli garðsins. Þetta mun því einungis takast að bæjarstjórn Akureyrar sýni áhuga sinn á málinu og leggi fram nægilegt fé í þessu skyni.

Akureyri 3. október 1980 - Jóhann PálssonTil baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is