Jˇn Thoroddsen - BarmahlÝ­

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
1983 - Trjßa- og runnasafni komi­ ß fˇt

Gróðrarstöðin á Akureyri:

Vísir að trjáa- og runnasafni.

"Með virðingu fyrir starfi Jóns Rögnvaldssonar stofnum við trjáa- og runnasafn Akureyrar á afmælisdegi hans, 18. júní" sagði Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri Akureyrar, þegar hann formlega lýsti yfir stofnun fyrsta trjáa- og runnasafns, sem sett hefur verið á stofn hér á landi.

Jón Rögnvaldsson var forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri og grasagarðsins innan hans um árabil, mikill og merkur frumkvöðull í ræktunarmálum á Akureyri og er við hæfi

Kristján Rögnvaldsson, bróðir Jóns Rögnvaldssonar

gróðursetur fyrsta tréð í safninu.

að stofna til slíks trjáa- og runnasafns einmitt á afmælisdegi hans.

Safnið verður í Gróðrarstöðinni við Eyjafjarðarbraut og mun væntanlega í framtíðinni teygja sig norður brekkurnar vestan Akureyrar, allt til kirkjustallanna fögru og ætti þar að skapast tilvalið göngusvæði fyrir bæjarbúa og gesti.

Árið 1899 var stofnuð á Akureyri trjáræktarstöð að frumkvæði Páls Briem amtmanns og Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra á Hólum. Trjáræktarstöðinni var valinn staður sunnan við þáverandi kirkju bæjarins, þar sem nú er garður Minjasafns Akureyrar við Aðalatræti. Árið 1903 voru fyrstu 8000 plönturnar afgreiddar frá trjáræktarstöðinni til Ræktunarfélags Norðurlands, sem þá var nýstofnað, og voru þær gróðursettar í Gróðrarstöðinni, einmitt á þeim stað, þar sem nú er stofnað til hins nýja trjáa- og runnasafns. Það eru því á þessu ári liðin 80 ár frá því fyrstu trén voru gróðursett þar. Frá þeim tíma má segja að starfað hafi vísir að garðyrkjuskóla í gróðrarstöðinni á vegum Ræktunarfélagsins, og það starf var rekið allt fram til ársins 1952, að íslenska ríkið yfirtekur rekstur stöðvarinnar. Frá árinu 1974 hefur stöðin síðan verið í eigu Akureyrarbæjar og þar er nú miðstöð garðyrkjudeildar bæjarins.

G. Berg. Morgunblaðið 24. júní 1983Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is