Halldˇr Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
1962 - Tr˙­i ekki a­ Úg vŠri ß ═slandi

Trúði ekki að ég væri á Íslandi

sagði erlendur ferðamaður eftir heimsókn í Lystigarðinn.

ÞEGAR ókunnugir koma til Akureyar i fyrsta sinn en það, eða var a.m.k. lengi vel, einkum tvennt, er þeir höfðu sérstakan áhuga á að skoða. Ef þeir komu að vetri til þá var það Menntaskólinn en að sumrinu til var það Lystigarðurinn, er heillaði hugann. Lystigarðurinn er svo fagur um hann hafa heyrt talað, en og sérkennilegur, að þeir sem ekki séð falla hreint í stafi af undrun er þeir líta hann í fyrsta sinn.

Lystigarðurinn er einn í flokki hérlendis, það ber öllum saman um. Enginn líkur staður er til. Erlendur ferðamaður sagði við mig í sumar, er hann hafði eytt heilum degi í garðinum í blíðasta og besta sumarveðri: "Ég trúði ekki að ég væri á Íslandi, meðan ég gekk um garðinn. Mér fannst ég vera í skemmtigarði í Suðurlöndum. Þegar ég kom niður í bæinn varð mér ljóst að ég var staddur í 9000 menna bæ á Íslandi. Að vísu mjög fögrum bæ og gróðurríkum, en bæ sem er norður undir heimskautsbaug.

Þegar ég kem til Spánar, og fer að segja fólki mínu og félögum frá Lystigarðinum á Akur­eyri, veit ég að þeir munu ekki trúa mér en ég get þá sannað mál mitt með rúmlega 100. já hundrað myndum sem ég hef tekið í garðinum, og eru allt litmyndir."

Þannig fórust hinum erlenda , ferðamanni orð, og ég veit að margir aðrir hafa sömu sögu að segja. Það er nefnilega þannig að er menn koma á góðviðrisdegi í Lystigarðinn á Akureyri þá verða þeir hreinlega heillaðir. Ef við gætum sagt að til væri "Paradís" á Íslandi, þá er ekki vafi á því að "Paradísin" mundi vera talin Lystigarðurinn á Akureyri.

Þessi garður á sína sögu, og einmitt nú á hundrað ára afmæli Akureyrar er hann fimmtíu ára.

Fyrir og um aldamótin var hér mikið af erlendu fólki, einkum Dönum. Ráku þeir hér verslun og ýmis störf önnur, sem landinn hafði þá ekki lært eða var af erlenda valdinu ekki trúað fyrir.

Margir þessir erlendu menn, einkum Danir settust hér að og bjuggu síðan til dauðadags: Fluttu þeir með sér ýmiskonar ræktun til bæjarins, og það er einmitt það sem Akureyri býr að í dag, þegar hún er talin eiga elstan og mestan trjágróður allra bæja á landinu.

Lystigarðurinn er stofnaður fyrir réttum fimmtíu árum, eða árið 1912. Félagið var stofnað 1910, og nefndist það Lystigarðsfélag Akureyrar. Voru það einkum konur er stóðu að félaginu. Var svo hafist handa um vinnu við garðinn af konum þessum 1912. Aðaldriffjöðrin í því starfi mun hafa verið frú Anna Schiöth og síðar tók tengdadóttir hennar frú Margrethe Schiöth við starfi hennar og vann að því ósleitilega um áratugi. Hún andaðist í sl. sumri.

Lystigarðurinn tekur nú yfir um þrjá hektara lands, og hefur hann verið stækkaður tvisvar frá byrjun. Hann er mjög vel skipulagður með smá tjörnum gosbrunnum (þó að vísu séu þeir smáir) og mörgum fögrum trjágöngum. Blómaskrúð er mikið í garðinum og fjölbreytt. Fyrir fáum árum var flutt þangað að allt hið mikla grasa og plöntusafn Jóns Rögnvaldssonar frá Fífilgerði. Er nú talið að flest grös sem á Íslandi vaxa séu þar saman komin, auk fjölda erlendra plantna. Lystigarðurinn á Akureyri stendur á fögrum stað sunnan Menntaskólans og hefur í upphafi tekist vel til um staðarvalið, en frekari stækkun er ekki auðveld, þar sem hann nær nú suður að sjúkrahúslóðinni og svo til milli gatna austur og vestur.

Ávallt hefur vel verið um garðinn hirt en þar hafa margir komið við sögu. Lengi vann Þura í Garði þar og nú annast hinn kunni garðyrkjumaður Jón Rögnvaldsson um hann.

Enginn sem til Akureyrar kemur ætti að láta Lystigarðinn óskoðaðan. Sólskinsdegi er þar vel varið og mun lengi í minningu geymast.

Stefán E. Sigurðsson.

Morgunblaðið – 29. ágúst, 1962.Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is